Ljósmyndakeppni sjómanna

Ljósmyndakeppni sjómanna á vegum Sjómannablaðsins Víkings er í fullum gangi.
Hver þátttakandi má senda inn að hámarki 15 myndir.
Myndir eiga að vera í hæstu mögulegri upplausn.
Myndefnið á að tengjast umhverfi sjómannsins hvort heldur er um borð í skipum, frá landi hvort heldur er í vinnu eða frítíma.
Með hverri mynd á að fylgja heiti, hvar myndin var tekin auk upplýsinga um á hvaða skipi viðkomandi starfar.
Myndir eiga helst ekki vera eldri en tveggja ára.
Myndir með vatnsmerkjum, tímastimpli eða nafni á myndinni eru ekki gjaldgengar.
Myndir sem sendar eru inn verða að vera í eigu þess sem tók myndina með því að ýta á afsmellarann og á höfundarrétt hennar.
Ljósmyndarinn tekur ábyrgð á að ef einstaklingar séu á myndinni að heimild sé fyrir að birta hana.
Með þátttöku samþykkir ljósmyndarinn að umsjónamaður keppninnar fari með þínar upplýsingar í samræmi við upplýsingalögin í þeim eina tilgangi að upplýsa um þig í tengslum við íslensku og norðurlandakeppnina.
Áskilinn er réttur til að birta myndirnar í blöðum þeirra aðila, sem að keppninni standa, án greiðslu.
Skilafrestur er til 1. desember nk.
Fimmtán bestu myndir keppninnar munu síðan taka þátt í Norðurlandakeppni sjómanna sem fram á að fara í Danmörku í byrjun næsta árs. Allir sjómenn á íslenskum skipum sem og íslenskir sjómenn á erlendum skipum hafa þátttökurétt í keppninni. Reglur keppninnar eru ekki flóknar en þær eru samræmdar við hin Norðurlöndin og því standa allar myndir í lokakeppninni jafnfætis hvað kröfur varðar:
Dómnefnd Sjómannablaðsins Víkings mun velja þrjár vinningsmyndir sem hljóta verðlaun blaðsins. Eins og áður segir fara þær ásamt tólf öðrum í Norðurlandakeppni sjómanna í ljósmyndun sem fer fram í byrjun næsta árs.
Stafrænar myndir í keppnina skal senda á netfangið iceship@iceship.is en ef þær eru sendar inn á öðru formi skulu þær sendar til:
Félag skipstjórnarmanna
V/Sjómannablaðsins Víkings
Ljósmyndakeppni 2019
Grensásvegi 13
105 Reykjavík

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur