Kæru félagsmenn,
Nú fer að styttast í skil á myndum í Ljósmyndakeppni sjómanna á vegum Sjómannablaðsins Víkings. Við hvetjum alla sjómenn til þess að taka þátt í keppninni, enginn þarf að eiga stóra og flotta myndavél því nú eru margir sjómenn komnir með mjög góðar myndavélar. Hver þátttakandi má senda inn allt að 15 ljósmyndir, síðan mun dómnefnd velja 15 myndir til þess að taka þátt í Norðurlandaljósmyndakeppni sjómanna. Þar hafa íslenskir sjómenn oft skilað vinningum heim fyrir myndir sínar. Myndir eiga að tengjast sjó, lífi og störfum um borð. Veitt eru verðlaun fyrir 3 bestu myndirnar í íslensku keppninni en 5 verðlaun eru í Norðurlandakeppninni. Myndir skulu sendast inn fyrir 1. desember nk. á netfangið captsnorrason@outlook.com. Nú er um að gera að taka þátt ykkur til skemmtunar og freista gæfunnar.