Kjör formanns og stjórnar félagsins

Uppstillingarnefnd Félags skipstjórnarmanna hefur hafið störf og kallar eftir framboðum vegna komandi formanns- og stjórnarkjörs sem fram fer í vor.

Stjórn- og varastjórn er kjörin til fjögurra ára 2024 til 2028.  Á næsta aðalfundi föstudaginn 31. maí 2024, lýkur kjörtímabili núverandi stjórnar og nýkjörin stjórn tekur við.

Stjórn félagsins skipa nú, sjá heimasíðu  Stjórn félagsins og nefndir – Félag skipstjórnarmanna (skipstjorn.is)

Félagsmenn geta einnig tilnefnt félagsmenn sem þeir telja að eigi erindi í stjórn félagsins.  Verkefni uppstillingarnefndar er að stilla upp tillögu að lágmarki 17 einstaklingum sem kosið verður um.  Kosið er um formann félagsins og 8 aðalmenn og 8 varamenn.

Þeir félagsmenn sem bjóða sig fram sendi tölvupóst á netfangið uppstillingarnefnd@skipstjorn.is   með upplýsingum um nafn, kt.  og núverandi starf.

Samkvæmt 14.gr. í lögum félagsins skal kosning vera rafræn og skal hefjast eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund.  Kosningu skal lokið kl.15. daginn fyrir aðalfund.  Aðalfundur er samkvæmt venju föstudag fyrir sjómannadag sem er 31. maí 2024.  Úrslit kosninga verða tilkynnt á aðalfundinum.

 

Framboðsfrestur er til 28. febrúar 2024.

Uppstillingarnefnd Félags skipstjórnarmanna

Árni Sverrisson Félag skipstjórnarmanna

Eiríkur Jónsson skipstjóri á Akurey, Brim

Einar Vignir Einarsson skipstjóri á Helgafelli, Samskip.

Friðrik Höskuldsson yfirtýrimaður á Freyju, Landhelgisgæslan

Pálmi Gauti Hjörleifsson skipstjóri á Kaldbak, Samherji

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur