Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna samþykktu kjarasamning við Faxaflóahafnir sem skrifað var undir 20. nóvember síðastliðinn. Atkvæðagreiðslu lauk í dag 28. nóvember, klukkan 12:00. Rúmlega 88% þátttakenda samþykktu samninginn. Samningurinn gildir til fjögurra ára og tekur gildi frá 1. maí 2024 til 30. apríl 2028.