Eins og kunnugt er, þá slitnaði upp úr samningaviðræðum sjómanna við SFS á fundi hjá Ríkissáttasemjara þann 7. september sl., málið er á borði Ríkissáttasemjara, honum ber lögum samkvæmt að boða til fundar á tveggja vikna fresti.
Ein af kröfum sjómanna er að kauptrygging hækki á samningstímabilinu í samræmi við kauphækkanir í lífskjarasamningum, þannig að byrjunarhækkun verði 65.000 krónur.
Upphæð sjúkradagpeninga hjá félaginu var 490.170 krónur sem er sama upphæð og kauptrygging skipstjóra, yfirstýrimanns og yfirvélstjóra.
Þar sem að óljóst er hvenær samningar takast, var tekin ákvörðun á stjórnarfundi þann 8. september sl. að hækka sjúkradagpeninga um 65.000 krónur á mánuði, þeir verða því frá 1. september að hámarki 555.170 krónur á mánuði eða 17.909 krónur á dag.