Gáfu björgunarsveitunum á Suðurnesjum tíu milljónir króna

Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum í dag, sjá hér

Til fyrirmyndar hjá Vísis mönnum, vel gert.

Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum tóku í dag við stórri gjöf úr minningarsjóði Kristjáns Ingibergssonar. Sjóðurinn var í vörslu Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðurnesjum. Um er að ræða tíu milljónir króna til að efla björgunarsveitirnar á svæðinu.

Skipstjóra- og stýrimannafélagið Vísir á Suðurnesjum hefur sameinast Félagi skipstjórnarmanna. Vísir hefur frá árinu 2017 verið með þjónustusamning við Félag skipstjórnarmanna en hefur nú sameinast félaginu að fullu. Samhliða því verður starfsemi Vísis aflögð á Suðurnesjum.

Eitt af síðustu verkum Vísis var að úthluta eign minningarsjóðs Kristjáns Ingibergssonar til björgunarsveitanna á Suðurnesjum. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1990 eftir sviplegt fráfall Kristjáns, sem lést langt fyrir aldur fram. Kristján hafði verið formaður Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, og lét sig varða slysavarnir og björgunarmál. 

Frá stofnun minningarsjóðsins höfðu verið gefnar úr honum níu milljónir króna. Stærsta gjöfin var afhent 1995 til kaupa á búnaði í þá væntanlega björgunarþyrlu. Þá höfðu allar björgunarsveitirnar á Suðurnesjum áður verið styrktar. Minningarsjóðurinn var fjármagnaður með tíund af félagsgjöldum félaga í Vísi og sölu minningarkorta.

Að þessu sinni er minningarsjóðurinn gerður upp og tæmdur með veglegum gjöfum til Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, Skyggnis í Vogum, Þorbjarnar í Grindavík, Suðurnes í Reykjanesbæ og Ægis í Garði. Hver sveit fékk að gjöf tvær milljónir króna til að efla starfið innan sveitanna.

Gjafirnar voru afhentar í húsnæði Björgunarsveitarinnar Suðurnes í Reykjanesbæ, þar sem jafnframt var efnt til kaffisamsætis við þetta tækifæri.

Skipstjóra- og stýrimannafélagið Vísir á Suðurnesjum hefði orðið 80 ára á næsta ári en það hefur nú verið sameinað Félagi skipstjórnarmanna sem var stofnað 2004 og varð til með sameiningu þriggja gamalgróinna félaga, þau voru Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan sem var eitt elsta stéttarfélag landsins stofnað 1893, Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga stofnað 1918, og Félag íslenskra skipstjórnarmanna sem varð til með sameiningu þriggja eldri félaga árið 2000, en á rætur að rekja aftur til ársins 1919. Á síðari stigum varð Skipstjóra- og stýrimannafélagið Sindri aðili að Félagi Skipstjórnarmanna og einnig Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestfjörðum.   Þegar Farmanna og Fiskimannasamband Íslands FFSÍ var lagt niður í nóvember 2017, gerðu Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi í Vestmannaeyjum og Vísir á Suðurnesjum þjónustusamning við Félag Skipstjórnarmanna. Nú er Verðandi í Vestmannaeyjum eina skipstjóra- og stýrimannafélagið sem stendur utan Félags skipstjórnarmanna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur