Það er gott að hafa áhugamál þegar maður er hættur til sjós, Guðmundur Kr. Kristjánsson var skipstjóri hjá Eimskip til margra ára, eitt af áhugamálum hans er að mála, oftast skip og vita, en
einnig ýmislegt annað. Guðmundur kom færandi hendi og gaf félaginu málverk af togaranum Apríl RE-151.
Þetta mun vera fyrsti togarinn með nafninu Apríl, hann var smíðaður í Englandi árið 1920 fyrir Fiskveiðihlutafélagið Ísland. 339 brl. Með 600 hestafla 3 þjöppu gufuvél. Togarinn fórst
á leið frá Englandi til Íslands 1.desember 1930 með allri áhöfn, 18 mönnum, þar af 2 farþegar.
Hér er hægt að lesa um afdrif togarans http://thsof.123.is/blog/page/16/
Við þökkum Guðmundi kærlega fyrir fallega mynd.