Nýtt viðmiðunarverð 7. janúar 2019

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 7. janúar 2019, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 6,6% Óslægður þorskur hækkar um 3,4% Slægð ýsa hækkar um 3% Óslægð ýsa hækkar um 3% Karfi hækkar um 6,6% Ufsi hækkar um 4,2% […]

Árni Sverrisson ráðinn framkvæmdastjóri félagsins.

Árni Sverrisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins frá 1.janúar. Árni hefur unnið hjá félaginu síðan í 1.júlí 2017, hann tók við starfi Ægis heitins.  Hann kom frá Vátryggingafélagi Íslands þar sem hann sá um sjó- og farmtryggingar í níu ár, þar áður var hann framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi í fjögur ár.   Árni var háseti […]

Guðjón Ármann Einarsson framkvæmdastjóri FS lætur af störfum.

Á félagsfundi þann 28.desember síðastliðinn færði Árni Bjarnason Guðjóni Ármanni blómvönd og áletraðan platta þar sem honum er þakkað ómetanlegt framlag hans til hagsmunamála sjómanna í 25 ár. Guðjón Ármann var framkvæmdastjóri Öldunnar frá 1993 og framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna frá stofnun félagsins árið 2004.  

Félagsfundir 27. og 28.desember 2018.

Þann 27.desember var haldinn félagsfundur á Akureyri. 14 manns voru á fundinum þar sem formaður lýsti sínu viðhorfi til stöðu mála er varða hagsmuni stéttarinnar. Líflegar umræður sköpuðust um  málefni skipstjórnarmanna tengd siglinum og sjávarútvegi. Daginn eftir  var haldinn fundur  á Grand Hótel í Reykjavík. Þar mættu tæplega 50 félagsmenn þar sem farið var yfir […]

Leiðari í jólablað Víkingsins 2018

Ekki hef ég í annan tíma frá því ég hóf störf fyrir samtök skipstjórnarmanna orðið var við jafn almenna óánægju meðal sjómannastéttarinnar eins og horfa má uppá, um þessar mundir hvað varðar aðstæður í sjávarútveginum. Skelfilega margir sjómenn og starfsfólk í sjávarútvegi upplifa atvinnumissi og enn fleiri í algjöra óvissu um framtíðina og engu líkara […]

Staðfesting IMO

Á 100. fundi siglingaöryggisnefndar IMO staðfesti nefndin nú í vikunni formlega að Ísland uppfylli áfram í einu og öllu ákvæði STCW-samþykktarinnar um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöðu farmanna og hafi innleitt nauðsynlegar breytingar á henni (svokallaðar Manilla-breytingarnar). Þessi staðfesting kemur í kjölfar mikillar vinnu undanfarin misseri við skjalagerð og þýðingar á gögnum sem þarf að […]

Nýtt viðmiðunarverð 3. des 2018

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. desember 2018, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 6% Óslægður þorskur hækkar um 6% Slægð ýsa hækkar um 6% Óslægð ýsa hækkar um 6% Karfi hækkar um 7% Ufsi hækkar um 4,3% […]

Nýtt viðmiðunarverð 2. nóvember 2018

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 7. nóv 2018, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 10% Óslægður þorskur hækkar um 10% Slægð ýsa helst óbreytt Óslægð ýsa helst óbreytt Karfi hækkar um 10% Ufsi hækkar um 3,3% Þetta á […]

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur