Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. ágúst 2020, var ákveðið að viðmiðunarverð skv. kjarasamningum yrði óbreytt miðað við ákvörðun frá 3. júlí 2020. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. júlí 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur lækkar um 3,0% Aðrar tegundir óbreyttar. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 3. júlí 2020.
Kæri félagsmaður, Hafir þú áhuga á að kynna þér ferðaávísanir þá ferð þú á Orlofsvef Félags skipstjórnarmanna – og þar smellir þú í innskráningu (efst í hægra horni) og notar rafræn skilríki eða íslykil. Þegar innskráningu er lokið velur þú „FERÐAÁVÍSUN“ og „Kaupa ferðaávísun“. Þar inni getur þú síðan skoðað úrvalið og keypt ferðaávísun með […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 4.júní 2020, var ákveðið að öll fiskverð héldust óbreytt. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.
Við höfum tekið á leigu húsið Höllukot á Suðureyri við Súgandafjörð í nokkrar vikur í júní og júlí. Upplýsingar um lausar vikur í húsinu er að finna á heimasíðu félagsins, sjá slóðina hér
Aðalfundur Félags Skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 5.júní 2020 á Grand Hótel í Hvammi, 1.hæð Kl. 14:00. Dagskrá Kosning fundarstjóra og ritara. Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði. Umræður um skýrslu formanns og ársreikninga. Kjöri stjórnar lýst. Kjaramál. Önnur mál.
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 6. maí 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur lækkar um 7,2% Óslægður þorskur lækkar um 8,8% Slægð ýsa lækkar um 10,8% Óslægð ýsa hækkar um 1,9% Karfi lækkar um 5% Ufsi helst óbreyttur Þetta […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. apríl 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur lækkar um 5,6% Óslægður þorskur lækkar um 9,2% Sl. ýsa lækkar um 7,8% Ósl. ýsa verður óbreytt Sl. og ósl. ufsi hækkar um 2,1% Karfi verður […]
Smitgát um borð og viðbrögð við gruni um smit. Eins og sjá má á skjalinu er þetta sameiginleg samantekt samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og samtaka sjómanna á fiskiskipum. Sömu leiðbeiningar eiga að stærstum hluta tvímælalaust einnig við í öðrum geirum siglinga. Sjá nánar hér.