Slysavarnaskóli sjómanna vekur athygli á að skólinn hefur tekið við verndarfulltrúanámskeiðum fyrir skip (SSO), útgerðir (CSO) og hafnaraðstöðu (PFSO) af Samgöngustofu og Tækniskólanum. Næstu námskeið verða sem hér segir: Verndarfulltrúi skips 28. til 29. október Verndarfulltrúi útgerðar 28. til 30. október Verndarfulltrúi hafnaraðstöðu 3. til 6. nóvember Skráningar eru í síma 562-4884 og á netfangið […]
Í tilefni af alþjóða siglingadeginum í ár, hefur sjálfbærni í flutningum á sjó verið valið þema ársins 2020 og er þar vísað í markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og skuldbindingu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO og aðildarríka til að ná þeim markmiðum innan 10 ára. Aðgerðirnar miða að því að uppræta fátækt og að sjálfbær þróun verði […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. september 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Óslægður þorskur hækkar um 3,0% Slægð ýsa hækkar um 5,4% Verð á slægðum þorski, óslægðri ýsu, karfa, slægðum og óslægðum ufsa haldast óbreytt. Þetta á við afla sem […]
Í gær fór fram árlegt golfmót FS, á Korpunni að þessu sinni, mótið var fjölmennt (38 þáttakendur), veðrið var með ágætum og keppendur kátir. Golfkapteinn ársins 2020 er Halldór Ingimar Finnbjörnsson. Úrslit flokki skipstjórnarmanna: sæti Halldór Ingimar Finnbjörnsson 37 punktar. sæti Axel Jóhann Ágústsson 36 punktar. sæti Ingvi R. Einarsson 36 punktar. […]
Golfkapteinn ársins Golfmót Félags skipstjórnarmanna Golfmót FS fer fram mánudaginn 31. ágúst. Mótið verður á Korpúlfstaðavelli og hefst kl. 11.45. Mótsgjald kr. 3000 Leiknar verða 18 holur. Mótið er einungis fyrir félagsmenn. Félagsmönnum er heimilt að taka með sér einn gest. Keppt verður um titilinn Golfkapteinn ársins. Punktakeppni. Vegna Kovit 19 er óvíst hvort hægt […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. ágúst 2020, var ákveðið að viðmiðunarverð skv. kjarasamningum yrði óbreytt miðað við ákvörðun frá 3. júlí 2020. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. júlí 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur lækkar um 3,0% Aðrar tegundir óbreyttar. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 3. júlí 2020.
Kæri félagsmaður, Hafir þú áhuga á að kynna þér ferðaávísanir þá ferð þú á Orlofsvef Félags skipstjórnarmanna – og þar smellir þú í innskráningu (efst í hægra horni) og notar rafræn skilríki eða íslykil. Þegar innskráningu er lokið velur þú „FERÐAÁVÍSUN“ og „Kaupa ferðaávísun“. Þar inni getur þú síðan skoðað úrvalið og keypt ferðaávísun með […]