Árni Sverrisson framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns. Hann tilkynnti Uppstillingarnefnd ákvörðun sína á fundi nefndarinnar sl. mánudag. Framboðsfrestur er til og með 5 desember næstkomandi, sjá nánar í frétt á heimasíðu
Formaður félagsins Árni Bjarnason lætur af störfum, nýr formaður kosinn. Formaður félagsins Árni Bjarnason hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður félagsins frá og með næstu áramótum 2022/2023. Stjórnin hefur því ákveðið að boða til auka aðalfundar þar sem kynntur verður nýr formaður í félaginu. Fundurinn verður haldinn þann 30. desember 2022. Formannskosningarnar verða […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. nóvember 2022, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur hækkar um 3,5% Ósl. þorskur hækkar um 3,5% Sl. ýsa lækkar um -3,5% Ósl. ýsa lækkar um -7,0% Karfi hækkar um 3% Ufsi helst óbreyttur 0 […]
Kæru félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna, Það verður kaffispjall á skrifstofunni Grensásvegi 13, föstudaginn 28. október frá kl. 10 til 12. Við hvetjum ykkur til að líta við, hitta félagana, spjalla og fá ykkur kaffi og kleinur. Stjórnin,
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 4. október 2022, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur hækkar um 5,0% Ósl. þorskur hækkar um 5,0% Sl. ýsa lækkar um 8,0% Ósl. ýsa lækkar um 8,0% Karfi helst óbreyttur 0 Ufsi helst óbreyttur 0 […]
Kæru félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna, Það verður kaffispjall á skrifstofunni Grensásvegi 13, föstudaginn 30. september frá kl. 10 til 12. Við hvetjum ykkur til að líta við, hitta félagana, spjalla og fá ykkur kaffi og kleinur. Stjórnin,
Stolt siglir fleyið mitt – öryggi og grænar lausnir í siglingum Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður öryggi og grænum lausnum í siglingum. Af því tilefni verður ráðstefna haldin fimmtudaginn 29. september undir yfirskriftinni Stolt siglir fleyið mitt á Grand hótel í Reykjavík frá kl. 13-16. Ráðstefnan er haldin af innviðaráðuneyti og siglingaráði í samstarfi við Samgöngustofu og Grænu orkuna. […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 6 september 2022, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur hækkar 2,6% Ósl. þorskur hækkar 3% Sl. ýsa hækkar 3,2 % Ósl. ýsa hækkar 3,2% Karfi helst óbreytt 0 Ufsi helst óbreytt 0 Þetta á við […]
Golfmót félagsins fór fram þann 29. ágúst á Urriðavelli í leiðindaveðri. Roki og rigningu. Árangur var í samræmi við aðstæður. Golfkapteinn ársins var Hafþór Smári Gylfason á 25 punktum Í öðru sæti Jóhannes Þór Sigurðsson á 20 punktum og í þriðja sæti Birgir Sigurjónsson á 19 punktum