Kynningarfundur á nýjum kjarasamningi fyrir skipstjórnarmenn verður á TEAMS (fjarfundur) á miðvikudag kl. 13.00 Félagsmenn fá sendan tölvupóst á morgun með upplýsingum um það hvernig tengjast á inn á fundinn.
Nýr kjarasamningur á milli Félags skipstjórnarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðurnesjum annars vegar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og SA hinsvegar var undirritaður í gærkvöld 9. febrúar 2023. Samningurinn er um margt tímamótasamningur, meðal annars þá er hann til 10 ára, í honum eru réttindi manna í […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. febrúar 2023, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur. Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa hækkar um 5,0% Ósl. ýsa hækkar um 5,0% Karfi hækkar um 2,0% Ufsi hækkar um 4,1% Þetta á […]
Kæru félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna, Það verður kaffispjall á skrifstofunni Grensásvegi 13, föstudaginn 27. janúar, frá kl. 10 til 12. Við hvetjum ykkur til að líta við, hitta félagana, spjalla og fá ykkur kaffi og kleinur. Stjórnin,
Pistill formanns, Kæru félagsmenn. Frá því ég tók við formennsku í félaginu um áramótin hefur verið í nægu að snúast, ég mun nú rekja það helsta í stuttu máli hér á eftir. Ég mun af og til senda frá mér svona pistla um það sem helst er á döfinni hjá félaginu. Áður en lengra er […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. janúar 2023, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur hækkar um 4,2% Ósl. þorskur hækkar um 4,2% Sl. ýsa lækkar um -8,0% Ósl. ýsa lækkar um -6,6% Karfi helst óbreyttur Ufsi hækkar um 4,5% Þetta […]
Á auka aðalfundi Félags skipstjórnarmanna þann 30. desember síðastliðinn lét Árni Bjarnason af formennsku í félaginu. Árna Bjarnason þarf vart að kynna, hann er þjóðþekktur af störfum sínum fyrir skipstjórnarmenn, auk þess sem hann var stýrimaður og skipstjóri um árabil. Árni gegndi formennsku í Skipstjóra og stýrimannafélagi Norðlendinga frá 1996, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands […]
SJÓMENN hvílast ekki nógu vel um borð í skipum sínum en það eykur hættu á slysum. Núna rétt fyrir jól lét Samgöngustofa setja íslenskan texta á fræðslumynd Háskólans í Cardiff í Wales um andlegt álag á sjó „Seafarers fatique“. Sjá link hér að neðan. https://www.samgongustofa.is/um/frettir/siglingafrettir/samgongustofa-textar-mynd-haskolans-i-cardiff-um-andlegt-alag-a-sjo
Félagsfundur verður haldinn á morgun miðvikudag 28. desember kl. 14:00 á veitingastaðnum Strikinu, norðursal á 5. hæð að Skipagötu 14 á Akureyri. Léttar veitingar, félagar fjölmennið. Auglýsing birtist í Víking, en því miður virðist hann ekki hafa skilað sér til félagsmanna, væntanlega vegna ófærðar. Árni Bjarnason,
Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.