Aðalfundur Félags skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 30. maí nk. á Grand Hótel í Reykjavík í salnum Hvammi kl. 14.00 Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á næst liðnu ári. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði. 3. Kjör fulltrúa félagsins í stjórnir ráð og nefndir eftir því sem […]
Golfkapteinn ársins! Golfmót Félags skipstjórnarmanna 2025 fer fram mánudaginn 18. ágúst. Mótið verður á Garðavelli á Akranesi og hefst kl. 08:00 Hægt er að skrá sig í byrjun júní, nánar auglýst síðar. ATH. Þetta er lokað mót fyrir félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna, félagsmanni er heimilt að taka með sér einn gest. Félagsmenn skrá sig í […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. maí 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á við afla sem ráðstafað […]
Opnað verður fyrir orlofstímabilið 1. september til 31. desember 2025 föstudaginn 2. maí klukkan 12:00. Fyrirkomulagið er óbreytt – ,,fyrstur kemur, fyrstur fær”. Hægt er að bóka orlofshús hér.
Lágmarkskauptaxtar kjarasamninga hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025. Sjá nýja kaupskrá hér Í Stöðugleikasamningnum sem undirritaður var í mars 2024 var samið um svokallaðan kauptaxtaauka sem felur í sér að á samningstímanum er árlega borin saman hlutfallsleg hækkun launavísitölu á almennum markaði og ákveðins viðmiðunartaxta á sama tímabili. Ef vísitalan hefur hækkað meira en […]
Kaffi og kleinur föstudaginn 25. apríl Það verður kaffispjall á skrifstofunni okkar Grensásvegi 13, föstudaginn 25. apríl, frá kl. 10:00 til 12:00. Við hvetjum ykkur til að líta við, hitta félagana, spjalla og fá ykkur kaffi og kleinur. Stjórnin
Kæru félagsmenn, Keyptar hafa verið fjórar stórglæsilegar íbúðir í Borgartúni 24 í Reykjavík. Þær hafa verið innréttaðar og eru nú tilbúnar til útleigu. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í íbúðirnar, fyrstur kemur fyrstur fær. Sótt er um á heimasíðu félagsins skipstjorn.is ORLOFSVEFUR/STYRKIR sjá gulmerkt. ATH. Íbúðirnar í Ásholti 26 og 36, og Neðstaleiti […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. apríl 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á við afla sem ráðstafað […]
Félag skipstjórnarmanna vill vekja athygli félagsmanna á ráðstefnu sem haldin verður á morgun, 2. apríl, í Norðurljósasal Hörpu, frá kl. 13:00 til 17:00. Á ráðstefnunni verður fjallað um þá þjóðaröryggishagsmuni sem tengjast hafsvæðinu umhverfis Ísland hvort sem þeir lúta að umhverfis- og vistkerfisþáttum, auðlinda- og efnahagslegum þáttum eða öryggis- og varnartengdum þáttum. Nánari upplýsingar um […]
Atkvæðagreiðslu um sameiningu Vísis félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum við Félag skipstjórnarmanna, sem stóð frá 10.- 24. mars síðastliðinn, er nú lokið. Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var 84,48% þar sem 49 af 58 félagsmönnum greiddu atkvæði. Niðurstaðan er sú að sameiningin hefur verið samþykkt af félagsmönnum Vísis þar sem ríflega tveir þriðju hlutar þátttakenda samþykktu sameiningu. Niðurstöðurnar […]