Category Archives: Fréttir

Gáfu björgunarsveitunum á Suðurnesjum tíu milljónir króna

Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum í dag, sjá hér Til fyrirmyndar hjá Vísis mönnum, vel gert. Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum tóku í dag við stórri gjöf úr minningarsjóði Kristjáns Ingibergssonar. Sjóðurinn var í vörslu Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðurnesjum. Um er að ræða tíu milljónir króna til að efla björgunarsveitirnar á svæðinu. Skipstjóra- og stýrimannafélagið […]

Af vettvangi dagsins frá formanni

Af vettvangi dagsins frá formanni Félagið eflist með sameiningu Vísis og Félags skipstjórnarmanna Á síðasta aðalfundi félagsins sem haldinn var föstudaginn 30 maí sl. sameinaðist VÍSIR, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum okkur í Félagi skipstjórnarmanna (FS). Um 160 félagsmenn voru í Vísi, þar af um 60 starfandi sem njóta nú fullra réttinda í FS. Skrifstofu Vísis […]

Viðmiðunarverð í gildi frá 2. október 2025

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. október 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi hækkar um 2% Þetta á við afla sem […]

Ljósmyndakeppni sjómanna 2025

Sjómannablaðið Víkingur stendur fyrir ljósmyndakeppni á meðal sjómanna. Keppnin er hugsuð til að efla og auka áhuga sjómanna á tómstundaiðju samhliða störfum sínum á sjó og hvetjum við alla sjómenn til að taka þátt. Hver þátttakandi má senda inn að hámarki 15 myndir. Allir íslenskir sjómenn og sjómenn á íslenskum skipum geta tekið þátt í […]

Nýtt orlofshús við Hlíðarfjall á Akureyri

Félag skipstjórnarmanna hefur fest kaup á sumarhúsi í Hálöndum við Hlíðarfjall, að Huldulandi 2. Húsið er 108 fermetrar að stærð, með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Í húsinu er heitur pottur, hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og stórbrotið útsýni yfir Akureyri. Húsið verður tekið í notkun í október og munum við auglýsa það sérstaklega þegar opnað verður […]

Af haustfundi og stjórnarfundi

Sl. föstudag 12. september sl. var haldinn árlegur haustfundur Félags skipstjórnarmanna og Verðandi, félags skipstjórnarmanna í Vestmannaeyjum. Á fundinum fór ég yfir þau mál sem eru efst á baugi um þessar mundir, svo sem áform stjórnavalda um að hætta að greiða jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkubyrði, en ég hef mótmælt því kröftuglega fyrir hönd félagsins. […]

Viðmiðunarverð í gildi frá 2. september 2025

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. september 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi lækkar um -5,2% Þetta á við afla sem […]

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur