Félag skipstjórnarmanna hvetur konur til að afla sér skipstjórnarmenntunar, þær Ingibjörg Bryngeirsdóttir yfirstýrimaður á Herjólfi og Hallbjörg Erla Fjelsted stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni eru góðar fyrirmyndir kvenna í stéttinni.
Category Archives: Fréttir
Sjómenn og aðrir áhugamenn um fróðlegt og skemmtilegt lesefni Blaðið okkar, Sjómannablaðið Víkingur, hefur um alllangt skeið verið -öllum aðgengilegt á timarit.is – að vísu með þeim takmörkunum að þar lýkur skoðunarmöguleikum í desember 2007. Nú hefur verið úr þessu bætt, að nokkru, á heimasíðu Félags skipstjórnarmanna. Sjá netfangið https://skipstjorn.is/vikingur/ Í þessum netheimi Félags […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. september 2019, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Óslægður þorskur hækkar um 5% Óslægð ýsa hækkar um 5% Ufsi hækkar um 3,5% karfi hækkar um 4,5 % Annað óbreytt Þetta á við afla sem ráðstafað er […]
Golfmót Félags skipstjórnarmanna var haldið í blíðskaparveðri á golfvelli GKG í gær. Golfkapteinn ársins er Eiríkur Jónsson, hann hampar titlinum annað árið í röð. Þátttakendur voru 32 og voru hinir ánægðustu með félagsskapinn, veðrið og súpuna í lokin eins og sjá má á meðfylgjandi myndum af þeim og verðlaunahöfum.
Í gær kom Guðlaugur Gíslason fyrrum framkvæmdastjóri Stýrimannafélags Íslands færandi hendi með möppu sem inniheldur lista yfir 7 ljósmyndamöppur. Þau eru mörg dagsverkin sem Guðlaugur hefur unnið við skráningu ljósmynda sem teknar voru í framkvæmdastjóratíð hans við hin ýmsu tilefni. Rúmlega 600 ljósmyndum kom hann fyrir á til varðveislu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndirnar […]
Árlegt golfmót FS fer fram föstudaginn 30. ágúst. Mótið verður haldið á GKG Golfkl. Kópavogs/Garðabæjar og hefst kl. 12.00. P.s. Af einhverjum óútskýrðum ástæðum var tímasetning mótsins færð fram um 60 mín. og hefst sem fyrr segir, eftir ómbeðna breytingu, kl. 12.00 Mótið er ætlað félagsmönnum og eiginkonum þeirra. Félagsmönnum er heimilt að taka með […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 6.ágúst 2019, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Óslægður þorskur hækkar um 5% Óslægð ýsa hækkar um 5% Ufsi hækkar um 5% Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. […]
Síðustu vikur hafa bústaðirnir Sæból, Laugaból og Hrannarból verið málaðir að utan, auk þess var trjágróður grisjaður heilmikið næst bústöðunum og á leiksvæði til öryggis vegna eldhættu og fleira, óhætt er að segja að breytingin er mikil. Þökin verða lagfærð í haust. Bústaðirnir hafa verið vel nýttir, við hvetjum félagsmenn til að nýta sér orlofsíbúðir […]
Fyrir nokkrum dögum birtist þessi frétt á heimasíðu Hbgranda, við óskum Gulla til hamingju með farsælan feril og starfslokin. Einn farsælasti skipstjóri uppsjávarflotans lætur af störfum Venus NS. Guðlaug Jónsson skipstjóra, eða Gulla eins og hann er jafnan nefndur, er óþarft að kynna fyrir þeim sem fylgst hafa með uppsjávarveiðum undanfarna áratugi. Nú er Gulli […]