Aðalfundur Félags Skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 4.júní 2021 á Grand Hótel í Hvammi, 1.hæð Kl. 14:00. Dagskrá Kosning fundarstjóra og ritara. Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði. Umræður um skýrslu formanns og ársreikninga. Lagabreytingar. Kjaramál. Kjör fulltrúa félagsins í stjórnir, ráð og nefndir. Önnur mál. ATH. Fundurinn […]
Category Archives: Fréttir
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 4. maí 2021, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur lækkar um 4,2% Óslægður þorskur lækkar um 4,5% Slægð ýsa hækkar um 6,8% Óslægð ýsa hækkar um 2,2% Slægður og óslægður ufsi helst óbreyttur Karfi helst óbreyttur […]
STÝRIMAÐUR Björgun leitar að reyndum stýrimanni á dæluskipið Sóley, en Sóley er notuð til að afla hráefnis til vinnslu í landi, til dýpkunar og landgerðar. Björgun er rótgróið fyrirtæki sem skipar öflugum hópi starfsmanna við útgerð og efnisvinnslu. Hjá Björgun sameinast áratuga þekking og reynsla á efnisvinnslu og lausnum, lögð er áhersla á vinnubrögð þar […]
Föstudaginn 30. apríl 2021, kl. 10.00 -10:40, verður kynnt vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar, samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningalotuna sem hófst árið 2019 og stendur enn, þróun efnahagsmála og launa. Kynningin verður í formi fjarfundar sem streymt verður í gegnum heimasíðu Kjaratölfræðinefndar, www.ktn.is. Edda Rós Karlsdóttir, formaður […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 7. apríl 2021, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur lækkar um 5,0% Óslægður þorskur lækkar um 9,3% Slægð ýsa hækkar um 4,6% Óslægð ýsa hækkar um 4,2% Slægður og óslægður ufsi helst óbreyttur Karfi […]
Í dag kom til heimahafnar á Akureyri nýr og glæsilegur Vilhelm Þorsteinsson EA-11. Félag skipstjórnarmanna óskar Samherja og áhöfn innilega til hamingju með stórglæsilegt skip.
Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar Páskahátíðar.
Viðræður um endurnýjun kjarasamnings Félags skipstjórnarmanna og SFS fara nú fram hjá Ríkissáttasemjara. Félag skipstjórnarmanna og Sjómannasamband Íslands funda saman. Haldnir hafa verið tveir fundir hjá Ríkissáttasemjara þar sem samningsmarkmið hafa verið skýrð. Stefnt er að því að ljúka viðræðum um endurnýjun kjarasamnings fyrir lok maí. Næsti samningafundur er boðaður föstudaginn 9. apríl næstkomandi.
Á dögunum færðum við Birgi Sigurjónssyni skipstjóra blómvönd og kveðjugjöf í tilefni þess að hann var að hætta sem umsjónarmaður íbúða félagsins. Birgir var ráðinn umsjónarmaður árið 2007, hann hefur sinnt því mikilvæga starfi með sóma auk þess sem hann tók að sér smærri viðhaldsverkefni á íbúðum og sumarhúsum félagsins. Við þökkum Birgi kærlega fyrir […]
Fundur Nordisk Navigatörkongress var haldinn 26 janúar síðastliðinn og var fundinum streymt vegna Covid – 19. Nánari upplýsingar um samtökin og síðasta fund má sjá hér: