Skrifað var undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hjá Sáttasemjara í gær. Samningurinn er fyrir hafnsögumenn og skipstjóra, hann er til fjögurra ára með gildistíma frá 1.apríl 2024 til 31.mars 2028. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst að loknum kynningarfundi á mánudag. Á myndinni eru þau Bjarni Ómar Haraldsson og Margrét Sigurðardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga […]
Category Archives: Fréttir
Við höfum nú tekið í notkun nýjan og glæsilegan félagavef (sjá hér), þar sem hægt er að bóka orlofseignir, sækja um styrki og kaupa ferðaávísanir á einfaldan og þægilegan hátt. Nýi vefurinn er með töluvert meiri sjálfvirkni en sá gamli. Afbókun með 7 daga eða lengri fyrirvara: 100% endurgreiðsla af leiguverði. Afbókun með skemmri en 7 […]
Félag skipstjórnarmanna hefur fest kaup á glæsilegu sumarhúsi í Skorradal í landi Vatnsenda. Um er að ræða einstaklega fallegt hús við Skorradalsvatn með stórkostlegu útsýni. Húsið er tæpir 90 m2, með 10 m2 gestahúsi með wc. Við fáum húsið afhent í febrúar. Við munum birta hér og á heimasíðu félagsins hvenær húsið fer í leigu. […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 6. janúar 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur hækkar um 8,0% Ósl. þorskur hækkar um 8,0% Sl. ýsa hækkar um 11,1% Ósl. ýsa hækkar um 11,1% Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á […]
Kæru félagsmenn, Tveir fundir verða haldnir á milli hátíða. Á Akureyri laugardaginn 28. desember klukkan 14:00 – 16:00, á Strikinu, Skipagötu 14. Í Reykjavík föstudaginn 27. desember klukkan 14:00 – 16:00, á Grand Hótel, á jarðhæð í salnum Hvammi. Við hvetjum félagsmenn til að mæta og hitta félagana, léttar veitingar verða á staðnum. Stjórnin
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. desember 2024, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur hækkar um 3,5% Ósl. þorskur hækkar um 3,5% Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á við afla […]
Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna samþykktu kjarasamning við Faxaflóahafnir sem skrifað var undir 20. nóvember síðastliðinn. Atkvæðagreiðslu lauk í dag 28. nóvember, klukkan 12:00. Rúmlega 88% þátttakenda samþykktu samninginn. Samningurinn gildir til fjögurra ára og tekur gildi frá 1. maí 2024 til 30. apríl 2028.
Það verður kaffispjall á skrifstofunni Grensásvegi 13, föstudaginn 29. nóvember, frá kl. 10 til 12. Við hvetjum ykkur til að líta við, hitta félagana, spjalla og fá ykkur kaffi og kleinur. Stjórnin
FS og VM skrifuðu undir sameiginlegan kjarasamning við Faxaflóahafnir þann 20. nóvember síðastliðinn. Samningurinn gildir frá 1. maí 2024 til 30. apríl 2028, fyrri samningur rann út í lok apríl 2024. Samningurinn var kynntur félagsmönnum á fundi síðastliðinn fimmtudag 21. nóvember 2024. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hófst í kjölfarið sama dag og stendur til hádegis […]