Framlenging á kjarasamningi á milli fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags skipstjórnarmanna var samþykktur. Kjörsókn var 100%, átta voru á kjörskrá, allir greiddu atkvæði, sjö sögðu já, einn sagði nei. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
Category Archives: Fréttir
Við byrjum aftur með mánaðarlega kaffispjallið okkar föstudaginn 29. ágúst! Það verður kaffispjall á skrifstofunni okkar Grensásvegi 13, föstudaginn 29. ágúst, frá kl. 10:00 til 12:00. Við hvetjum ykkur til að líta við, hitta félagana, spjalla og fá ykkur kaffi og kleinur. Stjórnin
Mánudaginn 18. ágúst fór fram árlegt golfmót FS í góðu veðri á Akranesi. Keppendur voru alls 31. Goflkapteinn ársins 2025 er Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi. Úrslit í flokki skipstjórnarmanna: sæti Brynjar Smári Unnarsson 33 punktar sæti Valentínus Ólason 32 punktar sæti Þorvaldur Svavarsson 32 punktar Úrslit í flokki gesta: sæti Anna Marta Valtýsdóttir […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 6. ágúst 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa hækkar um 4,6% Ósl. ýsa hækkar um 4,6% Karfi helst óbreyttur Ufsi hækkar um 2,2% Þetta á við […]
Félagsmenn FS hjá Landhelgisgæslunni hafa samþykkt nýjan kjarasamning. 29 voru á kjörskrá, 26 greiddu atkvæði. Samningurinn var samþykktur með 24 atkvæðum, tveir tóku ekki afstöðu. Samningurinn telst því samþykktur. Við óskum félagsmönnum hjá Landhelgisgæslunni til hamingju með samninginn.
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. júlí 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa hækkar um 10% Ósl. ýsa hækkar um 10% Karfi helst óbreyttur Ufsi hækkar um 1,4% Þetta á við […]
Aðalfundur félagsins var haldinn föstudaginn 30. maí á Grand hótel, fundurinn var jafnframt fjarfundur. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess var umsókn Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, um að sameinast Félagi skipstjórnarmanna samþykkt samhljóða.
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. júní 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi hækkar um 1,7% Þetta á við afla sem […]
Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum til hamingju með Sjómannadaginn.
Aðalfundur Félags skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 30. maí nk. á Grand Hótel í Reykjavík í salnum Hvammi kl. 14.00 Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á næst liðnu ári. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði. 3. Kjör fulltrúa félagsins í stjórnir ráð og nefndir eftir því sem […]