Af vettvangi dagsins frá formanni Félagið eflist með sameiningu Vísis og Félags skipstjórnarmanna Á síðasta aðalfundi félagsins sem haldinn var föstudaginn 30 maí sl. sameinaðist VÍSIR, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum okkur í Félagi skipstjórnarmanna (FS). Um 160 félagsmenn voru í Vísi, þar af um 60 starfandi sem njóta nú fullra réttinda í FS. Skrifstofu Vísis […]
Category Archives: Fréttir
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. október 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi hækkar um 2% Þetta á við afla sem […]
Það verður kaffispjall á skrifstofunni okkar Grensásvegi 13, föstudaginn 26. september, frá kl. 10:00 til 12:00. Við hvetjum ykkur til að líta við, hitta félagana, spjalla og fá ykkur kaffi og kleinur. Stjórnin
Sjómannablaðið Víkingur stendur fyrir ljósmyndakeppni á meðal sjómanna. Keppnin er hugsuð til að efla og auka áhuga sjómanna á tómstundaiðju samhliða störfum sínum á sjó og hvetjum við alla sjómenn til að taka þátt. Hver þátttakandi má senda inn að hámarki 15 myndir. Allir íslenskir sjómenn og sjómenn á íslenskum skipum geta tekið þátt í […]
Félag skipstjórnarmanna hefur fest kaup á sumarhúsi í Hálöndum við Hlíðarfjall, að Huldulandi 2. Húsið er 108 fermetrar að stærð, með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Í húsinu er heitur pottur, hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og stórbrotið útsýni yfir Akureyri. Húsið verður tekið í notkun í október og munum við auglýsa það sérstaklega þegar opnað verður […]
Sl. föstudag 12. september sl. var haldinn árlegur haustfundur Félags skipstjórnarmanna og Verðandi, félags skipstjórnarmanna í Vestmannaeyjum. Á fundinum fór ég yfir þau mál sem eru efst á baugi um þessar mundir, svo sem áform stjórnavalda um að hætta að greiða jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkubyrði, en ég hef mótmælt því kröftuglega fyrir hönd félagsins. […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. september 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi lækkar um -5,2% Þetta á við afla sem […]
Í dag mánudaginn 1. september klukkan 12:00 opnar fyrir tímabilið 1. janúar til 29. maí 2026 (við opnum þó ekki fyrir páskaleigu). Á vefnum okkar hér er hægt að sjá allar upplýsingar um orlofshúsin okkar og ganga frá greiðslu.
Framlenging á kjarasamningi á milli fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags skipstjórnarmanna var samþykktur. Kjörsókn var 100%, átta voru á kjörskrá, allir greiddu atkvæði, sjö sögðu já, einn sagði nei. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.