Ábending til fiskimanna innan FS
Verðlagstofa skiptaverðs hefur í framhaldi af skoðun á starfsemi fiskmarkaða beint þeim tilmælum til stéttarfélaga sjómanna að þau veki athygli félagsmanna á verulegri aukningu á í svokallaðri „beinni sölu á markaði“, þar sem útgerðir dragi uppboðskostnað frá heildarverðmæti afla áður en skipt er, en það er klárlega óheimilt samkv. kjarasamningi, Þegar um bein viðskipti í gegnum markaði er að ræða. Ljóst er að með þessu eru útgerðir í samstarfi við fiskmarkaði að skerða laun sjómanna með ólögmætum hætti. FS hvetur félagsmenn til að vera vakandi gagnvart þessum vinnubrögðum og tilkynna til félagsins verði þeir varir við slíkt vinnulag. Það gefur auga leið að 5% uppboðskosnað má einungis draga frá þegar afli er boðinn upp. Sjá grein 1.29.1 í kjarasamningi FFSÍ.
Árni Bjarnason