Ferðaávísanir – gisting – gönguferðir

Ferðaávísanir

Félagar í Félagi skipstjórnarmanna geta keypt Ferðaávísun sem veitir þeim aðgang að skemmtilegum gönguferðum, hótelum og gistiheimilum um allt land. Búið er að semja við fjölda gististaða, sem bjóða félögum allra bestu kjörin.
Hafir þú áhuga á að kynna þér Ferðaávísun þá ferð þú á Olofshúsavef Félags skipstjórnarmanna.

Þegar innskráningu er lokið velur þú „Ferðaávísun“ og  „Kaupa ferðaávísun“. Þar inni getur þú síðan skoðað úrvalið og keypt ferðaávísun með því að smella á þrjú strik efst í vinstra horni.

 

ATHUGIÐ! 

Nauðsynlegt er að kanna hvort það séu laus herbergi á réttum tíma og réttum stað og bóka gistingu. Félag skipstjórnarmanna getur ekki ábyrgst að gistirými sé laust þegar félagsmaður hyggst nota ávísunina. Handhafi ávísunar þarf sjálfur að bóka herbergi og gangast undir bókunarskilmála hvers samstarfsaðila. Komi upp ágreiningur vegna veittrar þjónustu skal beina því erindi til viðkomandi samstarfsaðila. Seljandi ferðaávísunar ábyrgist ekki gæði þjónustu samstarfsaðilanna. 

Hvað er ferðaávísun?
Ferðaávísun er inneign, sem þú getur notað til að greiða fyrir gistingu hjá einhverjum af fjölmörgum samstarfsaðilum okkar. Þú ert ekki skuldbundinn til að nota ávísunina á tilteknu hóteli/gistiheimili, eftir að hún hefur verið keypt. Upphæðina getur þú notað hjá hvaða samstarfsaðila okkar sem er. 

Hvers vegna ætti ég að kaupa ferðaávísun?
Vegna þess að hótelkeðjur og gistiheimili hafa boðið félagsmönnum stéttarfélaganna, í krafti fjölda þeirra, betri tilboð en hægt er að fá á almennum markaði.

Hvar sé ég hvaða tilboð eru í boði?
Á orlofsvefnum geturðu skráð þig inn, eins og þegar þú sækir um orlofshús, og valið „Ferðaávísun“. Þá ferð þú yfir á síðu þar sem allar upplýsingar koma fram. Hvert hótel eða gistiheimili getur verið með mörg tilboð, eftir gerð herbergis eða innifalinni þjónustu.

Þarf ég að binda mig við tiltekið hótel?
Nei, þú getur pantað þér gistingu hjá hvaða samstarfsaðila sem er, og notað ferðaávísunina sem greiðslu.

Hvernig get ég treyst því að það komi ekki fram betri tilboð eftir að ég hef keypt ferðaávísun?
Ef sá gististaður sem þú velur þér lækkar verð í millitíðinni, þá fullnýtir þú ekki ávísunina. Það er ein af lykilforsendum þessa samstarfs, að ávísunin gildi með öllum öðrum tilboðum hótelanna. Með þessu verður fylgst náið. Gott er að fylgjast með gildistíma þeirra tilboða sem þú hefur augastað á.

Hvar kaupi ég ferðaávísunina og hvernig nálgast ég hana?
Þú ferð inn á orlofsvef þíns stéttarfélags og smellir á „Ferðaávísun“. Þú velur upphæð ávísunarinnar og greiðir fyrir með greiðslukorti. Ávísunin verður á þínu svæði á orlofsvefnum. Þú þarft aðeins að gefa upp kennitöluna þína þegar þú mætir á staðinn. Þú þarft ekkert að hafa með þér.

Hvernig nota ég ferðaávísunina?
Þegar þú mætir á áfangastað gefur þú upp kennitölu þína. Þú þarft engu að framvísa öðru en persónuskilríkjum.

Get ég fengið ávísunina endurgreidda?
Já, þú getur fengið ferðaávísunina endurgreidda. Þú færð þá til baka sömu upphæð og þú lagðir út.

Ég hef notað hluta ferðaávísunarinnar, get ég fengið restina til baka?
Já, þú getur alltaf fengið þann hluta endurgreiddan sem ekki hefur verið nýttur. Endurgreiðslan verður í réttu hlutfalli við útlagðan kostnað þinn.

Rennur ávísunin út?
Nei, hún rennur aldrei út og þú getur sótt um endurgreiðslu hvenær sem er, á þínu svæði á orlofsvefnum.

Ég hef ekki aðgang að tölvu eða snjallsíma eða er ekki með rafræn skilríki. Hvernig get ég keypt ferðaávísun?
Ekki hika við að hafa samband við skrifstofu félagsins ef þig vantar aðstoð. Við hjálpum þér með ánægju og reynum að leysa málin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur