Atkvæðagreiðslu um sameiningu Vísis félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum við Félag skipstjórnarmanna, sem stóð frá 10.- 24. mars síðastliðinn, er nú lokið.
Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var 84,48% þar sem 49 af 58 félagsmönnum greiddu atkvæði. Niðurstaðan er sú að sameiningin hefur verið samþykkt af félagsmönnum Vísis þar sem ríflega tveir þriðju hlutar þátttakenda samþykktu sameiningu.
Niðurstöðurnar voru þannig að 34 eða 69,39% samþykktu sameiningu, 12 eða 24,49% höfnuðu sameiningu og 3 eða 6,12% tóku ekki afstöðu.
Verði sameiningin einnig samþykkt á aðalfundi Félags skipstjórnarmanna þann 30. maí næstkomandi, munu félagar í Vísi félagi skipstjórnarmanna á Suðurnesjum verð félagar í Félagi skipstjórnarmanna frá 1. júní 2025.