Félagsfundur var haldinn föstudaginn 30. desember síðastliðinn. Fundurinn var haldinn á Grand hótel Reykjavík, fjölmennt var bæði í sal og eins á fjarfundi.
Árni Sverrisson formaður fór yfir helstu mál sem unnið var að á vettvangi félagsins á árinu 2025 og hvað er framundan.
Björn Berg Gunnarsson lífeyrisráðgjafi, fjallaði um lífeyrismál og starfslok, séreignarsparnað, skattamál og fleira.
Þökkum góða mætingu, maður er manns gaman, minnum á kleinukaffið sem verður næst föstudaginn 30. janúar.
Félagsfundur sem átti að vera þann 29. desember á Akureyri breyttist í góðan hitting félagsmanna á svæðinu sem nutu góðra veitinga í fjarveru formanns sem eyddi drjúgum tíma dagsins á Reykjavíkurflugvelli, en ekkert var flogið vegna þoku.

