Þann 27.desember var haldinn félagsfundur á Akureyri. 14 manns voru á fundinum þar sem formaður lýsti sínu viðhorfi til stöðu mála er varða hagsmuni stéttarinnar. Líflegar umræður sköpuðust um málefni skipstjórnarmanna tengd siglinum og sjávarútvegi. Daginn eftir var haldinn fundur á Grand Hótel í Reykjavík. Þar mættu tæplega 50 félagsmenn þar sem farið var yfir starfsemi félagsins á árinu 2018, stöðuna í kjaramálum og hvað væri framundan í kjaramálum fiskimanna og annarra stétta skipstjórnarmanna. Síðast en ekki síst áttu menn saman góða stund, ræddu málin og komu áherslum sínum á framfæri.
Því miður voru ekki teknar myndir á fundinum á Akureyri en Hilmar Snorrason slysavarnamógúll sá til þess að nóg er af myndefni af fundinum í Reykjavík.