Félag skipstjórnarmanna styrkir Ölduna um eina milljón króna.

Í nýjum kjarasamningi á milli Félags skipstjórnarmanna og SFS sem undirritaður var þann 9. febrúar 2023, er kafli um svokallaða Öryggisnefnd.

Nefndin hefur skilgreind verkefni sem tíunduð eru í samningnum, svo sem forvarnir, útbúa fræðsluefni, hvetja sjómenn til þess að skrá og tilkynna frávik í starfsemi, styðja við rannsóknir á slysum og leggja til úrbætur og fleira. Kjörorðið er að allir komi heilir heim.

Félag skipstjórnarmanna og SFS hafa þegar hafið samstarf í nefndinni og ákváðu að fyrsta verk yrði að kynna sér íslenskt hugvit og nýsköpun sem heitir Alda og er öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip og sjómenn.

Báðir aðilar lýsa yfir ánægju sinni með nýsköpunina og þróunina á öryggisstjórnunarkerfinu Öldu sem hefur þann tilgang að nútímavæða öryggisstjórnun til sjós með stafrænum lausnum. Jafnframt er tilgangurinn að einfalda allt utanumhald skipstjórnenda með því að samræma skipulag og framkvæmd öryggismála um borð í fiskiskipum, koma öryggismálum reglubundið á dagskrá með rafrænni sjálfvirkni og færa öryggismál nær sjómönnum með Öldu.

Nú eru fimm útgerðir (Vísir, Síldarvinnslan, Skinney-Þinganes, Gjögur og Samherji), á sjötta tug skipstjórnenda og á fimmta hundrað sjómenn þátttakendur í notendaprófunum á Öldu sem hófust í febrúar á þessu ári.

Félag skipstjórnarmanna ákvað í síðasta mánuði að leggja til 1 milljón krónur í styrk til stuðnings við áframhaldandi þróun á öryggisstjórnunarkerfinu og hafa þó nokkrar útgerðir lýst yfir vilja um fjárhagslegan stuðning til að klára fyrstu útgáfu kerfisins. Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hvetja alla hagaðila í sjávarútvegi til að leggja sitt af mörkum og styðja við þetta frumkvöðlastarf í nútímavæðingu á öryggismálum fiskiskipa og sjómanna.

Sjá heimasíðu Öldunnar hér

Sjá kynningarmyndband á öryggis appinu hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur