Breyting á heilbrigðiskröfum farmanna á farþega- og flutningaskipum

Frá og með 1. janúar 2017 verða heilbrigðisvottorð farmanna aðeins gefin út af læknum sem hafa fengið viðurkenningu Samgöngustofu. Réttindamenn, m.a. skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar, sem starfa á farþega- og flutningaskipum þurfa að vera með gilt alþjóðlegt atvinnuskírteini. Slík skírteini eru gefin út skv. STCW-alþjóðasamþykktinni sem snýr að menntun, þjálfun, skírteinum og vaktstöðu sjómanna.  Umsókn farmanna um útgáfu eða endurnýjun STCW-atvinnuskírteinis þarf að fylgja heilbrigðisvottorð frá viðurkenndum lækni. Slík heilbrigðisvottorð munu gilda í tvö ár, en ekki fimm ár eins og hingað til.

Ástæða þessa eru breytingar á STCW-alþjóðasamþykktinni sem Ísland er aðili að, skv. reglugerð nr. 676/2015 um menntun og þjálfun farmanna á farþega- og flutningaskipum.

Samgöngustofa hefur að undanförnu, í samstarfi við Embætti landlæknis og Læknafélagið, kynnt þessa breytingu fyrir læknum. Opnað hefur verið fyrir umsóknir þeirra um viðurkenningu á vef Samgöngustofu. Samgöngustofa mun birta á vef sínum lista yfir viðurkennda sjómannalækna.

Sjá nánar á vef Samgöngustofu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur