Golfmót FS fór fram á Keilisvelli í gær fimmtudaginn 11. september. Golfkapteinn ársins var sá sami og í fyrra, Axel Ágústsson. Í öðru sæti var Birgir Kjartansson og Eiríkur Jónsson í því þriðja. Völlurinn var frábær, en töluverður vindur gerði mönnum erfiðara fyrir. Þátttakendur voru ánægðir með skemmtilega samveru þótt skorið hefði mátt vera betra.
Author Archives: tfadmin
Árlegt gólfmót Félags skipstjórnarmanna fer fram fimmtudaginn 11. september. Mótið verður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og hefst kl. 10.00. Mótið er einungis fyrir félagsmenn og eiginkonur þeirra. Félagsmönnum er heimilt að taka með sér einn gest. Keppt verður um titilinn Golfkapteinn ársins. Punktakeppni. Verðlaun fyrir 1.2.og 3. sæti. Nándarverðlaun á par 3 brautum. Skráning er […]
Fiskverð: Á fundi úrskurðarnefndar 3.júlí voru eftirfarandi fiskverð ákveðin. Slægð ýsa hækkar um 3 % Karfi lækkar um 5 %. Annað óbreytt
Á fundi Úrskurðarnefndar sem haldinn var 2. júní voru samþykktar eftirfarandi breytingar á fiskverði í beinum viðsk. Karfi lækkar um 8 % og óslægður þorskur lækkar um 10 %. Annað óbreytt.
Aðalfundur Félags skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 23. maí 2014, fundurinn hefst kl. 14:00 á Grand Hótel, Reykjavík í fundarsalnum „Háteigi“ á 4.hæð. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram 4. Lagabreytingar 5. Tillaga um aukafélagsgjöld 6. Önnur mál. Stjórnin.
Á fundi Úrskurðarnefndar í morgun 1. apríl voru ákveðnar eftirfarandi breytingar á fiskverði í beinum viðsk. milli skyldra aðila. Slægður þorskur hækkar um 5%, Slægð ýsa hækkar um 12 %, slægður og óslægður ufsi lækkar um 3 %. Þessi breyting gildir frá og með 1. apríl
Á fundi Úrskurðarnefndar í morgun, 3. mars var verð á óslægðum þorski milli skyldra aðila í beinum viðskiptum hækkað um 5 %, óslægðri ýsu um 5 % og verð á ufsa lækkað um 5 % og gildir þessi breyting frá og með deginum í dag.
Á fundi Úrskurðararnefndar í dag 3. febrúar var verð á slægðum og óslægðum þorski í beinum viðskiptum milli skyldra aðila hækkað um 5 % og verð á slægðri og óslægðri ýsu hækkað um 10 %. Annað óbreytt. Verðið gildir frá og með 3. febrúar.
Á fundi úrskurðarnefndar sem haldinn var mánudaginn 6. janúar var tekin ákvörðun um að verð á slægðum þorski hækkað um 5 %. Annað óbreytt.
Opnað verður fyrir umsóknir um orlofsleigu bústaða og íbúða á Akureyri og Stykkishólmi um páskana 2014 á mánudaginn 10. febrúar kl. 12:00 (ef tæknin svíkur ekki). Leigutímabil er frá kl. 17:00 á miðvikudegi fyrir Skírdag til annars í páskum. Um úthlutun gildir að fyrstur kemur fyrstur fær. Opnað verður fyrir umsóknir um orlofsleigu bústaða og […]