Author Archives: Árni Sverrisson

Skrifað undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Skrifað var undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hjá Sáttasemjara í gær. Samningurinn er fyrir hafnsögumenn og skipstjóra, hann er til fjögurra ára með gildistíma frá 1.apríl 2024 til 31.mars 2028. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst að loknum kynningarfundi á mánudag. Á myndinni eru þau Bjarni Ómar Haraldsson og Margrét Sigurðardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga […]

Nýtt sumarhús í Skorradal

Félag skipstjórnarmanna hefur fest kaup á glæsilegu sumarhúsi í Skorradal í landi Vatnsenda. Um er að ræða einstaklega fallegt hús við Skorradalsvatn með stórkostlegu útsýni. Húsið er tæpir 90 m2, með 10 m2 gestahúsi með wc. Við fáum húsið afhent í febrúar. Við munum birta hér og á heimasíðu félagsins hvenær húsið fer í leigu. […]

Möguleg 5,7% réttindaskerðing hjá lífeyrisþegum í Gildi lífeyrissjóði !

Í frétt á heimasíðu Gildi lífeyrissjóðs kemur fram að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025, er lagt til að framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða verði lækkað um 4,7 milljarða króna og að það verði afnumið að fullu árið 2026. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt, mun það leiða til skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga nokkurra lífeyrissjóða, […]

Hefur þú áhuga á því að verða dómkvaddur matsmaður?

Það vantar sérstaklega dómkvadda matsmenn sem eru á sviði skipstjórnar en þetta námskeið hjálpar sérfræðingum að eiga við lögfræðina og formið sem er í kringum dómkvadda matsmenn. Þá fá þeir sem sækja námskeiðið boð um að vera á sérstökum lista yfir matsmenn sem uppfærður er einu sinni á ári og er sendur til lögmanna og […]

Viðmiðunarverð í gildi frá 3. september 2024

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. september 2024, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur lækkar um 3% Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á við afla sem […]

Úrslit í golfmóti Félags skipstjórnarmanna 2024

Í gær 19. ágúst fór fram árlegt golfmót FS, á Urriðavelli, Golfklúbbnum Oddi, keppendur voru 32. Fyrsta holl var ræst út kl. 08.03, í köldu veðri, sól og logni, þegar líða tók á morguninn hlýnaði og gerði smá golu. Menn höfðu á orði að Urriðavöllur væri fallegasti golfvöllur landsins, vel hirtur og til fyrirmyndar. Tilgangur […]

Golfmót Félags skipstjórnarmanna 19. ágúst

Golfkapteinn ársins! Golfmót Félags skipstjórnarmanna 2024 fer fram mánudaginn 19. ágúst. Mótið verður á Urriðavelli, Golfklúbbnum Oddi og hefst kl. 08:00 Hægt er að skrá sig hér  ATH. Þetta er lokað mót fyrir félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna, félagsmanni er heimilt að taka með sér einn gest. Félagsmenn skrá sig í A flokk Gestir í B (gestaflokk) […]

Nýkjörin stjórn í Félagi skipstjórnarmanna fyrir kjörtímabilið 2024 til 2028

Úrslit kosninga til stjórnar í Félagi skipstjórnarmanna voru kynnt á aðalfundi félagsins í dag 31. maí 2024.  Nýju stjórnina skipa: Árni Sverrisson formaður Einar Pétur Eiríksson skipstjóri á Sóley Sigurjóns, vinnustaður Nesfiskur Heimir Karlsson skipstjóri á Selfossi, vinnustaður Eimskip Pálmi Gauti Hjörleifsson skipstjóri á Kaldbak, vinnustaður Samherji Tryggvi Eiríksson, skipstjóri á Baldvin Njálssyni, vinnustaður Nesfiskur […]

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur