Skrifað var undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hjá Sáttasemjara í gær. Samningurinn er fyrir hafnsögumenn og skipstjóra, hann er til fjögurra ára með gildistíma frá 1.apríl 2024 til 31.mars 2028. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst að loknum kynningarfundi á mánudag. Á myndinni eru þau Bjarni Ómar Haraldsson og Margrét Sigurðardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga […]
Author Archives: Árni Sverrisson
Félag skipstjórnarmanna hefur fest kaup á glæsilegu sumarhúsi í Skorradal í landi Vatnsenda. Um er að ræða einstaklega fallegt hús við Skorradalsvatn með stórkostlegu útsýni. Húsið er tæpir 90 m2, með 10 m2 gestahúsi með wc. Við fáum húsið afhent í febrúar. Við munum birta hér og á heimasíðu félagsins hvenær húsið fer í leigu. […]
Í frétt á heimasíðu Gildi lífeyrissjóðs kemur fram að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025, er lagt til að framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða verði lækkað um 4,7 milljarða króna og að það verði afnumið að fullu árið 2026. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt, mun það leiða til skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga nokkurra lífeyrissjóða, […]
Í dag fimmtudaginn 19. september 2024 var skrifað undir nýjan kjarasamning skipstjórnarmanna á millilandaskipum. Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu tveimur vikum, að því loknu verður rafræn atkvæðagreiðsla um hann.
Það vantar sérstaklega dómkvadda matsmenn sem eru á sviði skipstjórnar en þetta námskeið hjálpar sérfræðingum að eiga við lögfræðina og formið sem er í kringum dómkvadda matsmenn. Þá fá þeir sem sækja námskeiðið boð um að vera á sérstökum lista yfir matsmenn sem uppfærður er einu sinni á ári og er sendur til lögmanna og […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. september 2024, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur lækkar um 3% Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á við afla sem […]
Í gær 19. ágúst fór fram árlegt golfmót FS, á Urriðavelli, Golfklúbbnum Oddi, keppendur voru 32. Fyrsta holl var ræst út kl. 08.03, í köldu veðri, sól og logni, þegar líða tók á morguninn hlýnaði og gerði smá golu. Menn höfðu á orði að Urriðavöllur væri fallegasti golfvöllur landsins, vel hirtur og til fyrirmyndar. Tilgangur […]
Golfkapteinn ársins! Golfmót Félags skipstjórnarmanna 2024 fer fram mánudaginn 19. ágúst. Mótið verður á Urriðavelli, Golfklúbbnum Oddi og hefst kl. 08:00 Hægt er að skrá sig hér ATH. Þetta er lokað mót fyrir félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna, félagsmanni er heimilt að taka með sér einn gest. Félagsmenn skrá sig í A flokk Gestir í B (gestaflokk) […]
Úrslit kosninga til stjórnar í Félagi skipstjórnarmanna voru kynnt á aðalfundi félagsins í dag 31. maí 2024. Nýju stjórnina skipa: Árni Sverrisson formaður Einar Pétur Eiríksson skipstjóri á Sóley Sigurjóns, vinnustaður Nesfiskur Heimir Karlsson skipstjóri á Selfossi, vinnustaður Eimskip Pálmi Gauti Hjörleifsson skipstjóri á Kaldbak, vinnustaður Samherji Tryggvi Eiríksson, skipstjóri á Baldvin Njálssyni, vinnustaður Nesfiskur […]