Slysavarnaskóli sjómanna vill vekja athygli á því að áhafnir geta tekið endurmenntun grunnnámskeiðs um borð í eigin skipi. Endurmenntun er krafa á fimm ára fresti og hægt er að skipta henni á milli þannig að eitt skipti er haldið um borð í skipi og næsta skipti í skólanum. Með þessu fá áhafnir annars vegar að […]
Author Archives: Árni Sverrisson
Kæru félagar, Jólablað Víkings er komið á heimasíðuna skipstjorn.is undir flipanum VÍKINGUR.
Félagsfundur var haldinn föstudaginn 30. desember síðastliðinn. Fundurinn var haldinn á Grand hótel Reykjavík, fjölmennt var bæði í sal og eins á fjarfundi. Árni Sverrisson formaður fór yfir helstu mál sem unnið var að á vettvangi félagsins á árinu 2025 og hvað er framundan. Björn Berg Gunnarsson lífeyrisráðgjafi, fjallaði um lífeyrismál og starfslok, séreignarsparnað, skattamál […]
Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum í dag, sjá hér Til fyrirmyndar hjá Vísis mönnum, vel gert. Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum tóku í dag við stórri gjöf úr minningarsjóði Kristjáns Ingibergssonar. Sjóðurinn var í vörslu Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðurnesjum. Um er að ræða tíu milljónir króna til að efla björgunarsveitirnar á svæðinu. Skipstjóra- og stýrimannafélagið […]
Af vettvangi dagsins frá formanni Félagið eflist með sameiningu Vísis og Félags skipstjórnarmanna Á síðasta aðalfundi félagsins sem haldinn var föstudaginn 30 maí sl. sameinaðist VÍSIR, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum okkur í Félagi skipstjórnarmanna (FS). Um 160 félagsmenn voru í Vísi, þar af um 60 starfandi sem njóta nú fullra réttinda í FS. Skrifstofu Vísis […]
Sjómannablaðið Víkingur stendur fyrir ljósmyndakeppni á meðal sjómanna. Keppnin er hugsuð til að efla og auka áhuga sjómanna á tómstundaiðju samhliða störfum sínum á sjó og hvetjum við alla sjómenn til að taka þátt. Hver þátttakandi má senda inn að hámarki 15 myndir. Allir íslenskir sjómenn og sjómenn á íslenskum skipum geta tekið þátt í […]
Sl. föstudag 12. september sl. var haldinn árlegur haustfundur Félags skipstjórnarmanna og Verðandi, félags skipstjórnarmanna í Vestmannaeyjum. Á fundinum fór ég yfir þau mál sem eru efst á baugi um þessar mundir, svo sem áform stjórnavalda um að hætta að greiða jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkubyrði, en ég hef mótmælt því kröftuglega fyrir hönd félagsins. […]
Félagsmenn FS hjá Landhelgisgæslunni hafa samþykkt nýjan kjarasamning. 29 voru á kjörskrá, 26 greiddu atkvæði. Samningurinn var samþykktur með 24 atkvæðum, tveir tóku ekki afstöðu. Samningurinn telst því samþykktur. Við óskum félagsmönnum hjá Landhelgisgæslunni til hamingju með samninginn.
Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum til hamingju með Sjómannadaginn.









