Atkvæðagreiðslu um sameiningu Vísis félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum við Félag skipstjórnarmanna, sem stóð frá 10.- 24. mars síðastliðinn, er nú lokið. Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var 84,48% þar sem 49 af 58 félagsmönnum greiddu atkvæði. Niðurstaðan er sú að sameiningin hefur verið samþykkt af félagsmönnum Vísis þar sem ríflega tveir þriðju hlutar þátttakenda samþykktu sameiningu. Niðurstöðurnar […]
Author Archives: Árni Sverrisson
Á aðalfundi í Vísi – Félagi skipstjórnarmanna á suðurnesjum sem haldinn var þann 29. desember sl. var samþykkt tillaga frá formanni félagsins Jóhannesi Jóhannessyni um að óska eftir að sameinast Félagi skipstjórnarmanna. Formaður og stjórn Vísis áttu í framhaldinu samtöl við formann FS Árna Sverrisson, sem kynnti málið í stjórn félagsins, sem samþykkti sameininguna með […]
Síðastliðinn föstudag var fundur um djúpkarfa á skrifstofu félagsins, fundurinn var einnig fjarfundur. Á fundinn komu frá Hafrannsóknastofnun fiskifræðingurinn Kristján Kristinsson sem hefur að sérsviði karfa, og tölfræðingurinn Bjarki Þór Elvarsson. Á fundinn mættu nokkrir skipstjórar sem hafa áralanga reynslu af veiðum á meðal annars grálúðu, gulllaxi og djúpkarfa. Það hefur lengi verið skoðun okkar […]
Það hefur ekki viðrað vel til veiða eða siglinga undanfarið, þær koma á færibandi lægðirnar með mikinn vindstyrk sem veldur því að skipstjórnarmenn þurfa svo sannarlega að spá í hvar eða hvort skal halda til veiða eða hvernig sigla. Mismiklar frátafir eru frá veiðum og öðrum störfum sem sjómenn sinna. Við sjómenn vitum hvað við […]
Skrifað var undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hjá Sáttasemjara í gær. Samningurinn er fyrir hafnsögumenn og skipstjóra, hann er til fjögurra ára með gildistíma frá 1.apríl 2024 til 31.mars 2028. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst að loknum kynningarfundi á mánudag. Á myndinni eru þau Bjarni Ómar Haraldsson og Margrét Sigurðardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga […]
Félag skipstjórnarmanna hefur fest kaup á glæsilegu sumarhúsi í Skorradal í landi Vatnsenda. Um er að ræða einstaklega fallegt hús við Skorradalsvatn með stórkostlegu útsýni. Húsið er tæpir 90 m2, með 10 m2 gestahúsi með wc. Við fáum húsið afhent í febrúar. Við munum birta hér og á heimasíðu félagsins hvenær húsið fer í leigu. […]
Í frétt á heimasíðu Gildi lífeyrissjóðs kemur fram að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025, er lagt til að framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða verði lækkað um 4,7 milljarða króna og að það verði afnumið að fullu árið 2026. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt, mun það leiða til skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga nokkurra lífeyrissjóða, […]
Í dag fimmtudaginn 19. september 2024 var skrifað undir nýjan kjarasamning skipstjórnarmanna á millilandaskipum. Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu tveimur vikum, að því loknu verður rafræn atkvæðagreiðsla um hann.
Það vantar sérstaklega dómkvadda matsmenn sem eru á sviði skipstjórnar en þetta námskeið hjálpar sérfræðingum að eiga við lögfræðina og formið sem er í kringum dómkvadda matsmenn. Þá fá þeir sem sækja námskeiðið boð um að vera á sérstökum lista yfir matsmenn sem uppfærður er einu sinni á ári og er sendur til lögmanna og […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. september 2024, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur lækkar um 3% Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á við afla sem […]