Author Archives: Árni Sverrisson

Aðalfundur Félags skipstjórnarmanna 30. maí á Grand hótel Reykjavík.

Aðalfundur Félags skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 30. maí nk. á Grand Hótel í Reykjavík í salnum Hvammi kl. 14.00 Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á næst liðnu ári. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði. 3. Kjör fulltrúa félagsins í stjórnir ráð og nefndir eftir því sem […]

Golfmót Félags skipstjórnarmanna 18. ágúst 2025 á Akranesi

Golfkapteinn ársins! Golfmót Félags skipstjórnarmanna 2025 fer fram mánudaginn 18. ágúst. Mótið verður á Garðavelli á Akranesi og hefst kl. 08:00 Hægt er að skrá sig í byrjun júní, nánar auglýst síðar.  ATH. Þetta er lokað mót fyrir félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna, félagsmanni er heimilt að taka með sér einn gest. Félagsmenn skrá sig í […]

Ný kaupskrá fiskimanna, gildir frá 1. apríl 2025

Lágmarkskauptaxtar kjarasamninga hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025.  Sjá nýja  kaupskrá hér Í Stöðugleikasamningnum sem undirritaður var í mars 2024 var samið um svokallaðan kauptaxtaauka sem felur í sér að á samningstímanum er árlega borin saman hlutfallsleg hækkun launavísitölu á almennum markaði og ákveðins viðmiðunartaxta á sama tímabili. Ef vísitalan hefur hækkað meira en […]

Nýjar orlofsíbúðir í Reykjavík – tilbúnar til útleigu.

Kæru félagsmenn, Keyptar hafa verið fjórar stórglæsilegar íbúðir í Borgartúni 24 í Reykjavík. Þær hafa verið innréttaðar og eru nú tilbúnar til útleigu. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í íbúðirnar, fyrstur kemur fyrstur fær.   Sótt er um á heimasíðu félagsins skipstjorn.is  ORLOFSVEFUR/STYRKIR sjá gulmerkt.   ATH. Íbúðirnar í Ásholti 26 og 36, og Neðstaleiti […]

Félagsmenn í Vísi samþykkja sameiningu við Félag skipstjórnarmanna

Atkvæðagreiðslu um sameiningu Vísis félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum við Félag skipstjórnarmanna, sem stóð frá 10.- 24. mars síðastliðinn, er nú lokið. Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var 84,48% þar sem 49 af 58 félagsmönnum greiddu atkvæði. Niðurstaðan er sú að sameiningin hefur verið samþykkt af félagsmönnum Vísis þar sem ríflega tveir þriðju hlutar þátttakenda samþykktu sameiningu. Niðurstöðurnar […]

Vísir – sameinast hugsanlega Félagi skipstjórnarmanna

Á aðalfundi í Vísi – Félagi skipstjórnarmanna á suðurnesjum sem haldinn var þann 29. desember sl. var samþykkt tillaga frá formanni félagsins Jóhannesi Jóhannessyni um að óska eftir að sameinast Félagi skipstjórnarmanna. Formaður og stjórn Vísis áttu í framhaldinu samtöl  við formann FS Árna Sverrisson, sem kynnti málið í stjórn félagsins, sem samþykkti sameininguna með […]

Fundur um djúpkarfa

Síðastliðinn föstudag var fundur um djúpkarfa á skrifstofu félagsins, fundurinn var einnig fjarfundur. Á fundinn komu frá Hafrannsóknastofnun fiskifræðingurinn Kristján Kristinsson sem hefur að sérsviði karfa, og tölfræðingurinn Bjarki Þór Elvarsson. Á fundinn mættu nokkrir skipstjórar sem hafa áralanga reynslu af veiðum á meðal annars grálúðu, gulllaxi og djúpkarfa. Það hefur lengi verið skoðun okkar […]

Af vettvangi dagsins frá formanni.

Það hefur ekki viðrað vel til veiða eða siglinga undanfarið, þær koma á færibandi lægðirnar með mikinn vindstyrk sem veldur því að skipstjórnarmenn þurfa svo sannarlega að spá í hvar eða hvort skal halda til veiða eða hvernig sigla. Mismiklar frátafir eru frá veiðum og öðrum störfum sem sjómenn sinna. Við sjómenn vitum hvað við […]

Skrifað undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Skrifað var undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hjá Sáttasemjara í gær. Samningurinn er fyrir hafnsögumenn og skipstjóra, hann er til fjögurra ára með gildistíma frá 1.apríl 2024 til 31.mars 2028. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst að loknum kynningarfundi á mánudag. Á myndinni eru þau Bjarni Ómar Haraldsson og Margrét Sigurðardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga […]

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur