Author Archives: Árni Sverrirsson

Félagsfundir 27. og 28.desember 2018.

Þann 27.desember var haldinn félagsfundur á Akureyri. 14 manns voru á fundinum þar sem formaður lýsti sínu viðhorfi til stöðu mála er varða hagsmuni stéttarinnar. Líflegar umræður sköpuðust um  málefni skipstjórnarmanna tengd siglinum og sjávarútvegi. Daginn eftir  var haldinn fundur  á Grand Hótel í Reykjavík. Þar mættu tæplega 50 félagsmenn þar sem farið var yfir […]

Staðfesting IMO

Á 100. fundi siglingaöryggisnefndar IMO staðfesti nefndin nú í vikunni formlega að Ísland uppfylli áfram í einu og öllu ákvæði STCW-samþykktarinnar um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöðu farmanna og hafi innleitt nauðsynlegar breytingar á henni (svokallaðar Manilla-breytingarnar). Þessi staðfesting kemur í kjölfar mikillar vinnu undanfarin misseri við skjalagerð og þýðingar á gögnum sem þarf að […]

Ljósmyndakeppni VÍKINGS

Ljósmyndakeppni sjómanna, á vegum Sjómannablaðsins Víkings, er nú í fullum gangi en lokafrestur til að skila inn myndum er 2. desember nk. Sjómenn eru þegar farnir að senda inn myndir og bindum við vonir um mjög góða þátttöku.  Allir sjómenn eru gjaldgengir í keppnina sem og þeir sjómenn sem komnir eru á eftirlaun. Við höfum […]

Framtíð siglinga – Ráðstefna í Sjómannaskólanum 27. september

Framtíð siglinga – Ráðstefna í Sjómannaskólanum 27. september 2018 kl. 13:00 til 17:00 Í tilefni 70 ára afmælis Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) standa Siglingaráð og Samgöngustofa að ráðstefnunni „Arfleifð okkar – Betri skip og rekstur fyrir bjartari framtíð“ Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.   http://www.imo.org/en/About/Events/WorldMaritimeDay/Pages/WMD-2018.aspx

Skrifað undir kjarasamning við ferðaþjónustufyrirtæki

Í gær, þann 21. júní 2018, skrifuðu Félag skipstjórnarmanna og VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna undir kjarasamning vegna starfa skipstjórnarmanna og vélstjóra á skipum og bátum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Félögin munu halda sameiginlegan kynningarfund miðvikudaginn 27. júní n.k. í húsi VM að stórhöfða 25, Reykjavík. Klukkan 20:00. Einnig verður boðið upp á fjarfund.

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur