Síðustu vikur hafa bústaðirnir Sæból, Laugaból og Hrannarból verið málaðir að utan, auk þess var trjágróður grisjaður heilmikið næst bústöðunum og á leiksvæði til öryggis vegna eldhættu og fleira, óhætt er að segja að breytingin er mikil. Þökin verða lagfærð í haust. Bústaðirnir hafa verið vel nýttir, við hvetjum félagsmenn til að nýta sér orlofsíbúðir […]
Author Archives: Árni Sverrirsson
Fyrir nokkrum dögum birtist þessi frétt á heimasíðu Hbgranda, við óskum Gulla til hamingju með farsælan feril og starfslokin. Einn farsælasti skipstjóri uppsjávarflotans lætur af störfum Venus NS. Guðlaug Jónsson skipstjóra, eða Gulla eins og hann er jafnan nefndur, er óþarft að kynna fyrir þeim sem fylgst hafa með uppsjávarveiðum undanfarna áratugi. Nú er Gulli […]
Aðalfundur Félags Skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 31.maí 2019 á Grand Hótel í Setrinu, 1.hæð Kl. 14:00. Dagskrá Kosning fundarstjóra og ritara. Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði. Umræður um skýrslu formanns og ársreikninga. Kjaramál. Lagabreytingar. […]
Páll Ægir Pétursson hefur verið ráðinn á skrifstofu félagsins, hann hefur undanfarin ár starfað sem skipstjóri á Norskum tankskipum. Páll Ægir hefur víðtæka reynslu, meðal annars sem kennari við stýrimannaskólann, deildarstjóri hjá Slysavarnarfélaginu og skipstjóri til margra ára á fraktskipum, íslenskum og erlendum, auk annarskonar skipa. Páll Ægir hefur verið í vinnu þessa […]
Í dag eru 100 ár frá stofnun Stýrimannafélags Íslands, félagið var stofnað þann 19.febrúar árið 1919 um borð í Gullfossi. Árið 1997 voru Stýrimannafélag Íslands og Skipstjórafélag Íslands sameinuð í Skipstjóra og stýrimannafélag Íslands. Árið 2000 voru Skipstjóra og stýrimannafélag Íslands, Skipstjóra og stýrimannafélagið Kári í Hafnarfirði og Skipstjóra og stýrimannafélagið Hafþór á Akranesi sameinuð […]
Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næsta sumar í sumarhús félagsins þann 1.mars kl. 12.00
Opnað verður fyrir umsóknir um orlofsíbúðir og sumarhús félagsins þann 1.febrúar kl. 12.00
Árni Sverrisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins frá 1.janúar. Árni hefur unnið hjá félaginu síðan í 1.júlí 2017, hann tók við starfi Ægis heitins. Hann kom frá Vátryggingafélagi Íslands þar sem hann sá um sjó- og farmtryggingar í níu ár, þar áður var hann framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi í fjögur ár. Árni var háseti […]
Á félagsfundi þann 28.desember síðastliðinn færði Árni Bjarnason Guðjóni Ármanni blómvönd og áletraðan platta þar sem honum er þakkað ómetanlegt framlag hans til hagsmunamála sjómanna í 25 ár. Guðjón Ármann var framkvæmdastjóri Öldunnar frá 1993 og framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna frá stofnun félagsins árið 2004.