Sótt er um orlofsíbúðir og sumarbústaði á orlofsvef félagsins https://orlof.is/fs/ Opnað verður fyrir umsóknir sem hér segir: 24. febrúar verður opnað fyrir umsóknir í Ægisból fyrir tímabilið 25.febrúar til 27.maí. 1. mars verður opnað fyrir umsóknir um sumardvöl frá 1. júní til 31. ágúst 1. maí verður opnað fyrir tímabilið 1. september til 31. desember […]
Author Archives: Árni Sverrirsson
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. febrúar 2021, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur lækkar um 3,0% Óslægður þorskur lækkar um 2,0% Slægð ýsa hækkar um 3,0% Óslægð ýsa hækkar um 2,0% Slægður og óslægður ufsi lækkar um 4,3% Karfi […]
Sótt er um orlofsíbúðir og sumarbústaði á orlofsvef félagsins https://orlof.is/fs/ Opnað verður fyrir umsóknir sem hér segir: 1. febrúar verður opnað fyrir umsóknir um Páskahátíðina 1. mars verður opnað fyrir umsóknir um sumardvöl frá 1. júní til 31. ágúst 1. maí verður opnað fyrir tímabilið 1. september til 31. desember 1. september verður opnað fyrir […]
Vegna Covid er ekki hægt að halda hefðbundna félagsfundi á milli hátíða. Venjulega höfum við haft tvo fundi, einn á Akureyri og einn í Reykjavík. Að þessu sinni verður haldinn einn fjarfundur miðvikudaginn 30. desember kl. 14.00 Við munum senda félagsmönnum tölvupóst þann 29. desember með upplýsingum um það hvernig tengjast á fundinum. Stjórnin
Yfirlýsing frá stjórn Félags skipstjórnarmanna Á stjórnarfundi í félaginu sem haldinn var föstudaginn 27.nóvember var eftirfarandi samþykkt af meirihluta stjórnar vegna fjölmiðlaumræðu um mál Júlíusar Geirmundssonar. * Stjórnin leggur ekki mat á hið fordæmalausa mál sem gerðist um borð í Júlíusi Geirmundssyni og bíður niðurstöðu frá þar til bærum yfirvöldum. Öllum má vera ljóst að […]
Leiðbeiningar varðandi smitgát um borð í fiskiskipum hafa verið uppfærðar og sendar til allra útgerða innan SFS Hér er hægt að nálgast uppfærðar leiðbeiningar
Kæru félagsmenn og aðrir, við þurfum öll að vanda okkur til að vinna bug á Covid. Við biðjum ykkur um að hafa samband við okkur á skrifstofunni í gegnum síma eða tölvupóst og minnum á að nota “Mínar síður” til umsókna um styrki og sjúkradagpeninga. Með bestu kveðju, Starfsfólk FS
Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa sent kröfu til Héraðsdóms Vestfjarða að fram fari sjópróf vegna hópsmits um borð í togaranum og jafnframt sent lögreglustjóranum á Vestfjörðum kæru þar sem útgerð og fyrirsvarsmenn hennar eru kærð til lögreglu vegna mögulegra brota á sjómannalögum, sóttvarnarlögum og almennum hegningarlögum. Stéttarfélögin ítreka að nauðsynlegt er að […]
Ljósmyndakeppni sjómanna á vegum Sjómannablaðsins Víkings er í fullum gangi. Hver þátttakandi má senda inn að hámarki 15 myndir. Myndir eiga að vera í hæstu mögulegri upplausn. Myndefnið á að tengjast umhverfi sjómannsins hvort heldur er um borð í skipum, frá landi hvort heldur er í vinnu eða frítíma. Með hverri mynd á að fylgja […]