Author Archives: Árni Sverrirsson
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. júní 2021, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur hækkar um 2,0% Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa hækkar um 1,4% Ósl. ýsa hækkar um 2,6% Karfi lækkar um -5,0% Ufsi lækkar um -1,3% Þetta […]
Styrkir til hugvitsmanna til verkefna sem ætlað er að auka öryggi sjófarenda Ár hvert veitir Samgöngustofa styrk/styrki til ýmissa rannsóknarverkefna sem tengjast öryggi skipa, atvinnusjómanna, farþega og búnaðar um borð í skipum sem og verkefna sem snúa að heilsusamlegu umhverfi sjófarenda. Sjá nánar á heimasíðu Samgöngustofu hér Gert er ráð fyrir að veita styrki til […]
Við viljum vekja athygli félagsamanna á því að menn geta sótt um að njóta réttinda sem aldraðir hafi þeir náð 60 ára aldri og hafi þeir starfað í 25 ár til sjós. Eins og segir í 8. og 9. málsgrein 17. greinar laga nr. 100/2007. Hver, sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur, […]
Aðalfundur Félags Skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 4.júní 2021 á Grand Hótel í Hvammi, 1.hæð Kl. 14:00. Dagskrá Kosning fundarstjóra og ritara. Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði. Umræður um skýrslu formanns og ársreikninga. Lagabreytingar. Kjaramál. Kjör fulltrúa félagsins í stjórnir, ráð og nefndir. Önnur mál. ATH. Fundurinn […]
Föstudaginn 30. apríl 2021, kl. 10.00 -10:40, verður kynnt vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar, samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningalotuna sem hófst árið 2019 og stendur enn, þróun efnahagsmála og launa. Kynningin verður í formi fjarfundar sem streymt verður í gegnum heimasíðu Kjaratölfræðinefndar, www.ktn.is. Edda Rós Karlsdóttir, formaður […]
Í dag kom til heimahafnar á Akureyri nýr og glæsilegur Vilhelm Þorsteinsson EA-11. Félag skipstjórnarmanna óskar Samherja og áhöfn innilega til hamingju með stórglæsilegt skip.
Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar Páskahátíðar.
Viðræður um endurnýjun kjarasamnings Félags skipstjórnarmanna og SFS fara nú fram hjá Ríkissáttasemjara. Félag skipstjórnarmanna og Sjómannasamband Íslands funda saman. Haldnir hafa verið tveir fundir hjá Ríkissáttasemjara þar sem samningsmarkmið hafa verið skýrð. Stefnt er að því að ljúka viðræðum um endurnýjun kjarasamnings fyrir lok maí. Næsti samningafundur er boðaður föstudaginn 9. apríl næstkomandi.
Á dögunum færðum við Birgi Sigurjónssyni skipstjóra blómvönd og kveðjugjöf í tilefni þess að hann var að hætta sem umsjónarmaður íbúða félagsins. Birgir var ráðinn umsjónarmaður árið 2007, hann hefur sinnt því mikilvæga starfi með sóma auk þess sem hann tók að sér smærri viðhaldsverkefni á íbúðum og sumarhúsum félagsins. Við þökkum Birgi kærlega fyrir […]