Árni Sverrisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins frá 1.janúar.
Árni hefur unnið hjá félaginu síðan í 1.júlí 2017, hann tók við starfi Ægis heitins. Hann kom frá Vátryggingafélagi Íslands þar sem hann sá um sjó- og farmtryggingar í níu ár, þar áður var hann framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi í fjögur ár. Árni var háseti á ýmsum skipum frá Siglufirði, Hafnarfirði og Reykjavík frá 1978, stýrimaður og skipstjóri frá 1989 til 2004, síðast hjá Hafrannsóknastofnun á Árna Friðrikssyni. Árni er með skipstjórnarréttindi, stúdentspróf, útgerðartækni og var í viðskiptafræði í Háskóla Íslands 1985 til 1987.