Ályktun vegna skorts á öryggi sæfarenda við Ísland

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands lýsir áhyggjum sínum af því ófremdarástandi sem Landhelgisgæslunni er ætlað að búa við. Málum er nú svo komið að einungis er eitt varðskip í rekstri hverju sinni og úthald þess eina skips takmarkað vegna óraunhæfs sparnaðar í olíunotkun skipsins. Síðustu atvik þegar tvö skip stranda við austifirði með skömmu millibili sýna berlega hve ótækt ástandið er. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef slík atvik henda á öðrum árstíma þegar allra veðra er von og eina björgunarvonin kann að vera af sjó. Við núverandi ástand er ljóst að sæfarendur umhverfis landið og á miðum geta ekki reitt sig á aðstoð Landhelgisgæslunnar verði skip eða áhafnir fyrir áföllum. Skorað er á alþingismenn að tryggja öryggi sæfarenda þannig að varðskip Landhelgisgæslunnar séu gerð út með eðlilegum hætti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur