Ályktanir frá félagsfundi Félags Skipstjórnarmanna þann 30. desember. 2010
Félagsfundur FS haldinn þann 30. des. gerir þá skýlausu kröfu til stjórnvalda að þau sjái til þess að þriðju þyrlunni verði bætt við flugflota Landhelgisgæslunnar.
Greinargerð:
Við þær aðstæður sem nú ríkja eru skipstjórnarmenn settir í þá óásættanlegu stöðu að geta ekki lengur stólað á aðstoð LHG ef að upp kemur staða þar sem um líf eða dauða er að tefla.
Félagsfundur FS haldinn þann 30. des. krefst þess að nýtilkomin lög um sjómannaafslátt verði dregin til baka.
Greinargerð:
Stórir starfshópar s.s. opinberir starfsmenn, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, flugliðar auk fjölmargra annarra njóta fríðinda í formi skattfrjálsra dagpeninga. Sjómenn gera þá sjálfögðu kröfu að njóta sambæri