Ályktanir 45. þings Farmanna- og fiskimannasambands Íslands

Þskj. 10a

Ályktun um öryggismál sjófarenda

45. þing Farmanna- og fiskimannsambands Íslands haldið 24. – 25. nóvember 2011 krefst þess að stjórnvöld tryggi sjófarendum að þeir komist undir læknishendur í bráðum veikindum og vegna slysa.
Þingið krefst þess einnig að Landhelgisgæslu verði tryggt nægjanlegt fjármagn til þess að geta haldið skipum sínum þannig staðsettum að öryggi sjómanna á miðunum kringum landið sé sem best tryggt.
Varðskip á hverjum tíma staðsett bæði við vestur- og austurströnd landsins gæti gert gæfumun í þessum efnum.
Greinargerð

Samkvæmt verklagsreglum Landhelgisgæslunnar fer þyrla ekki lengra en 20 sjómílur á haf út nema önnur þyrla sé til fylgdar. Það er aðeins spurning um tíma hvenær þetta ástand mun leiða til harmleiks.

Þskj. 11a
Um sjómannaafslátt

45. þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldið 24. og 25. nóvember 2011 krefst þess að stjórnvöld hætti við afnám sjómannaafsláttarins og skili sjómönnum þeim sjálfsagða rétti sem þeir hafa notið í meira en 50 ár.

Greinargerð.

Hjá öllum siðmenntuðum þjóðum þar sem sjómennska er stunduð njóta sjómenn hlunninda vegna sérstöðu starfsins.

Þskj. 12a
Um dragnótaveiðar

45. þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldið 24. og 25. nóvember 2011 mótmælir harðlega síendurteknum lokunum á hefðbundum veiðisvæðum fyrir dragnót.

Greinagerð

Lítil vísindaleg rök virðast liggja að baki þessum lokunum og þar af leiðandi lágmarkskrafa að betur sé gerð grein fyrir þeim ástæðum ef einhverjar eru sem liggja til grundvallar þessum lokunum.

Þskj. 13
Um reglugerð nr. 810 um nýtingu aukaafurða

45. þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldið 24. og 25. nóvember 2011, mótmælir harðlega ákvæðum í reglugerðinni þar sem kveðið er á um að skila í land allri lifur sem leggst til um borð í frystitogurum.

Greinargerð

Allir sem þekkja til aðstæðna um borð í þeim flota sem reglugerðin nær til vita að nær óframkvæmanlegt er að uppfylla þær kvaðir sem í reglugerðinni felast.

Lágmarkskrafa er þegar reglugerðir eru samdar að arðsemi sé höfð að leiðarljósi. Stórlega má efast um að arðsemi náist fram með því að frysta lifur einvörðunga til að þýða hana upp aftur. Benda má á að talsverð orka fer í að frysta lifur og síðar aftur í að bræða hana. Rannsóknir hafa sýnt að fryst lifur er ekki hæf til annarra vinnslu en bræðslu. Sjómenn og útvegsmenn hafa ávallt verið opnir fyrir því að auka verðmæti aflans og leitað leiða til þess, þó með það að leiðarljósi að gæði aðalframleiðslu rýrni ekki á kostnað aukaafurðar. Jafnframt má benda á að lifur sem fer í hafið nýtist í lífríkinu og mætti líkja við lífrænan áburð

Þskj. 14a
Um skiljuhólf

45. þing farmanna- og fiskimannasamband Íslands haldið 24. og 25. Nóvember 2011.
Ályktar að skiljuhólf verði aflögð á miðunum við landið og leyfðar verði veiðar með 135 mm möskva í poka.

Greinargerð

Rannsóknir hafa sýnt að notkun skilju veldur skemmdum í fiskholdi og skapar slysahættu í vondum veðrum. Skipstjórnarmenn telja að næg verndun smáfisks felist í skyndilokunum og ávinningur af notkun skilju sé í raun lítill sem enginn.

Skipstjórnarmenn benda á að hitastig sjávar hefur breyst talsvert frá því reglugerð um skilju var sett, jafnframt hafa aðrar tegundir svo sem karfi, ufsi og ýsa orðið meira áberandi í afla togskipa á umræddum svæðum. Því telja skipstjórnarmenn nauðsynlegt að ákvörðun um skiljuhólf sé tekin til endurskoðunar.

Þskj 15a
Um stjórnkerfi fiskveiða

45. þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldið í 24. og 25 nóvember 2011. Mótmælir harðlega hugmyndum stjórnvalda sem fram hafa komið um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Eftir að niðurstöðu sáttanefndarinnar svokölluðu var kastað fyrir róða hafa litið dagsins ljós hugmyndir sem aldrei mun verða sátt um. Svo virðist sem stjórnvöld geri sér enga grein fyrir því að sjómenn (fiskimenn) eru eigendur að hluta aflans, og launakjör (hlutaskiptakerfi) þeirra byggjast öll á þeirri staðeynd. Ef hugmyndir stjórnvalda yrðu að veruleika mundi allt launakerfi sjómanna verða ónothæft, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Þskj 16
Um verðmyndun sjávarafla.

45. þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, haldið 24. og 25. nóvember 2011, skorar enn og aftur á þar til bær yfirvöld að beita sér með öllum ráðum fyrir því að allur sjávarafli á Íslandi verði verðlagður í gegnum fiskmarkað eða afurðaverðstengdur.

Greinargerð:

Ekki verði lengur við það unað að verðlagning á sjávarafla sé með þeim hætti sem raun ber vitni. Áratugum saman hefur verið ófriður og megn óánægja með núverandi kerfi.

Þingið lýsir yfir að deilur um fiskverð verði aldrei leystar nema að allur fiskur verði seldur á uppboðsmörkuðum eða beintengt markaðsverði. Aðrar lausnir munu aðeins halda deilunni gangandi

Þskj 17a
Um verkfall undirmanna á skipum Hafrannsóknarstofnunar

45. þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldið 24. og 25. nóvember 2011 lýsir yfir vanþóknun á því áhugaleysi sem viðsemjendur sjómanna á hafrannsóknarskipum virðast hafa sýnt við lausn kjaradeilu undirmanna í verkfallsaðgerðum þeirra.

Þingið hvetur viðsemjendur sjómanna hafrannsóknarskipanna til þess að einbeita sér að lausn deilunnar og tryggja að ekki komi til verkfalls á ný 12. desember nk., en verkfalli undirmanna hefur verið frestað til þess tíma.
Greinargerð.

Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi ef ekki reynist unnt að klára leiðangur til rannsóka og mælinga á ungloðnu, en niðurstöður úr þeim leiðangri eru lagðar til grundvallar fyrir ákvörðun á upphafskvóta fyrir vertíðina 2013.

Þskj 18

Greiðsla vegna aukinnar skrifstofuvinnu

45. þing farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldð 24. Og 25. Nóvember 2011, krefst þess að hlutir skipstjórnarmanna verði eftirfarandi:

Skipstjóri 2,25 hlutir

Yfirstýrimaður 1,75 hlutir

Annar stýrimaður 1,5 hlutir

Greinagerð

Þar sem pappírsvinna hefur aukist til að muna um borð í öllum skipum, vegna rekjanleika á afurðum (HACCAP) og önnur eftirlitskerfi hafa verið sett um borð.

Vegna þessa hefur ábyrgð og vinna skipstjórnarmann aukist til að muna án þess að greiðsla hafi komið fyrir.

Þskj. 19
Ályktun um útgerð kaupskipa

45. þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldið 24.-25. nóvember 2011, þingið krefst þess að stjórnvöld tryggi að útgerði kaupskipa á íslandi verði samkeppnishæf við slíka útgerð á alþjóðlegum grundvelli. Íslensk kaupskipaútgerð er þegar aflögð en tryggja verður að atvinnugreinin geti lifnaði við og átt möguleika til framtíðar. Ljóst má vera að inn- og útflugningur þjóðarinnar mun ávallt byggjast á sjóflutningum að stærsta hluta.

Greinagerð

Stjórnvöld hafa ekki sýnt að þau geri sér grein fyrir mikilvægi þess að kaupskipaútgerð fái þrifist á Íslandi. Það er ekki frjáls þjóð sem ekki ræður yfir kaupaksipaflota sínum.

Þskj. 20

Sjóferðabækur

45. þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldið 24.-25. Nóvember 2011, skorar á innaníkisráðherra að hefja þegar í stað verði hafin útgáfa í nýjum persónuskilríkjum (sjóferðabókum) fyrir sjómenn í samræmi við samþykktir ILO

Greinagerð

Íslenskir sjómenn í alþjóðlegum siglingum hafa átt í verulegum vandræðum með að komast í land sem og að hafa skipti á skipsrúmum í erlendum höfnum þar sem núverandi sjóferðarbækur eru ekki í samræmi við samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um persónuskilríki sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað.

Í dag eru um 800 íslenskir sjómenn handhafar alþjóðlegara atvinnuskírteina sem búa við miklar hömlur í erlendum höfnum sökum ótrúverðugleika núverandi sjóferðabóka.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur