Verð á slægðum og óslægðum þorski lækkar að meðaltali um 10%. Samhliða var gerð breyting á sambandi verðs og þyngdar með hliðsjón af þróun á fiskmörkuðum sbr. fylgiskjal
Þá var ákveðið að breyting á verði verður við hver 10 grömm.
Verð á karfa lækkar um 10% og verð á óslægðri ýsu um 10%. Verð á ufsa hækkar um 3%. Framangreindar verðbreytingar taka gildi frá og með 1 mars 2013. Ástæða fiskverðslækkana að undanförnu stafar fyrst og fremst af sölutregðu á helstu afurðamörkuðum okkar.
Sölutregðunni fylgja verðlækkanir og má sem dæmi nefna þær fiskafurðir okkar sem seldust á hæstu verðum hafa lækkað gríðarlega. Þá stafar verðlækkun einnig af gríðarlega auknu framboði fisks frá Noregi sem að stærstum hluta til stafar vegna mikillar aukningar á þorskafla í Barentshafi.
Í Noregi hefur verð á ferskum þorski lækkað um allt að 20 – 30 % að undanförnu frá því að verðið var sem hæst.