Aðalfundur félagsins var haldinn föstudaginn 30. maí á Grand hótel, fundurinn var jafnframt fjarfundur. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess var umsókn Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, um að sameinast Félagi skipstjórnarmanna samþykkt samhljóða.