Ályktun v/frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjöld

Fundur í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Félagi skipstjórnarmanna mótmælir harðlega framkomnum frumvörpum um stjórn fiskveiða og um veiðigjöld. Verði þessi frumvörp, sem eru unnin án alls samráðs við atvinnugreinina, að lögum, munu þau viðhalda og jafnvel auka ósætti innan greinarinnar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Með skerðingum aflaheimilda munu kjör sjómanna versna verulega og leigubrask sem stjórnvöld ætla nú að takast á hendur mun aukast. Til viðbótar við þá skerðingu sem stjórnvöld stóðu fyrir með afnámi sjómannaafsláttar er þetta fráleitt framferði gagnvart einni starfsstétt og sýnir í hnotskurn hvaða hug ríkjandi stjórnvöld bera til þeirrar starfsgreinar sem mestu hefur skilað við að draga vagn þjóðarbúskaparins við að skapa útflutningsverðmæti á erfiðum tímum undanfarin misseri. Reykjavík 30.mars 2012.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur