Skilafrestur framboðslista vegna stjórnarkjörs 2012 rann út 31.janúar. Útdráttur úr lögum félagsins. III. Kafli. Stjórn félagsins – skipan – framboð – kosning. Uppstillinganefnd – kjörstjórn.
16.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð níu mönnum, formanni, varaformanni, ritara og sex meðstjórnendum. Við stjórnarkjör skal ennfremur kjósa fjóra varamenn. Kjörtímabil stjórnar er 4 ár. Stjórnin skal kosin með listakosningu í allsherjar póst-atkvæðagreiðslu. Kjörgengi til stjórnarkjörs hafa allir þeir sem eru fullgildir félagsmenn á þeim tíma sem kjörskrá skal lögð fram sbr. ákvæði 6. greinar. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en 10.janúar á kosningaári og framboðslistar skulu lagðir fram í síðasta lagi 31. janúar það ár sem kosning fer fram. Framkvæmdastjórn félagsins skipa formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri. Í forföllum einstakra framkvæmdastjórnarmanna má kalla til einn af meðstjórnendum úr stjórn félagsins sem varamann. Við afgreiðslu mála sem snerta einstakar starfsgreinar kallar framkvæmdastjórn til stjórnarmann/menn viðkomandi starfsgreinar.
Stjórnarkjör 2012.
Kjörskrá hefur legið frammi í afgreiðslu félagsins frá 10.janúar 2012 eins og 16.grein félagslaga mælir fyrir um.Uppstillinganefnd sem kjörin var á síðasta aðalfundi félagsins skilaði 31.janúar 2012 tillögu sinni til stjórnarkjörs í Félagi skipstjórnarmanna til kjörstjórnar.
Listi uppstillinganefndar vegna stjórnarkjörs í Félagi skipstjórnarmanna 2012.
Aðalmenn:
Árni Bjarnason formaður
Birgir Sigurjónsson ritari
Björn Ármannsson meðstjórnandi
Friðrik Höskuldsson meðstjórnandi
Guðjón Guðjónsson meðstjórnandi
Guðlaugur Jónsson varaformaður
Magnús Harðarson meðstjórnandi
Páll Halldórsson meðstjórnandi
Vignir Traustason meðstjórnandi
Varamenn:
Gunnar Gunnarsson
Jón Frímann Eiríksson
Sigþór Guðnason
Sigurður Þórarinsson
Uppstillinganefnd: Guðjón Ármann Einarsson, Eiríkur Jónsson,
Gunnar Gunnarsson, Friðrik Höskuldsson og
Magnús Harðarson.