Ákvörðun um viðmiðunarverð

Verð á slægðum og óslægðum þorski lækkar að meðaltali um 10%. Samhliða var gerð breyting á sambandi verðs og þyngdar með hliðsjón af þróun á fiskmörkuðum sbr. fylgiskjal

Þá var ákveðið að breyting á verði verður við hver 10 grömm.

Verð á karfa lækkar um 10% og verð á óslægðri ýsu um 10%. Verð á ufsa hækkar um 3%. Framangreindar verðbreytingar taka gildi frá og með 1 mars 2013. Ástæða fiskverðslækkana að undanförnu stafar fyrst og fremst af sölutregðu á helstu afurðamörkuðum okkar.

Sölutregðunni fylgja verðlækkanir og má sem dæmi nefna þær fiskafurðir okkar sem seldust á hæstu verðum hafa lækkað gríðarlega. Þá stafar verðlækkun einnig af gríðarlega auknu framboði fisks frá Noregi sem að stærstum hluta til stafar vegna mikillar aukningar á þorskafla í Barentshafi.

Í Noregi hefur verð á ferskum þorski lækkað um allt að 20 – 30 % að undanförnu frá því að verðið var sem hæst.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur