Mánudaginn 2. sept. var haldið árlegt golfmót félagsins. Aldrei hefur mótið verið haldið í jafnslæmu veðri og raunin var í þetta skipti. Bálhvasst og gekk á með sliddu og rigningarhryðjum. Til tals kom að hætta eftir níu holur en ákveðið var að greiða atkvæði um hvort haldi skildi áfram til loka. Einn mikill aflamaður sagði að við hefðum ósjaldan verið að í verri veðrum og oft hefðum við sent menn út á dekk við erfiðari kringumstæður. Samþ. að klára 18 holur með þorra atkvæða. Sigurvegari í ár var Axel Ágústsson á 29 pt. sem er góður árangur sé horft til aðstæðna. Ingvi R. Einarsson var öðru sæti með 28 pt. og Björn Jónsson í þriðja með 25 pt. Tvær grjóharðar skipstjórafrúr þær Rakel Kristjánsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir ,tóku þátt í mótinu auk þess sem sú þriðja Svava B. Jóhannsedóttir var kaddy fyrir eiginmanninn. Miðað við aðstæður gekk mótið vel og allir fóru hressir heim. Þakka Jönu staðarhaldara fyrir frábæra gúllassúpu.