Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu skipstjórnarmanna innan vébanda FFSÍ um nýjan kjarasamning féalga skipstjórnarmanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var eftirfarandi: Þátttaka var 54 % starfandi skipstjórnarmanna greiddu atkvæði sem féllu þannig að 56,4 % sögðu já, 41,6 % sögðu nei og 2 % skiluðu auðu. Hjá Sjómannasambandinu var kjarasamningurinn felldur með afgerandi hætti. 38.5 % þáttaka, 33,3 sögðu já, 66,4 sögðu nei og 0,3 % skiluðu auðu. Staðan er því þannig að skipstjórnarmenn eru eina starfstéttin sem samþykkt hefur kjarasamning við útgerðarmenn og óhætt að fullyrða að staðan sé snúin þar sem formaður VM hefur haft í frammi alvarlegar ávirðingar á hendur sjómannasambandinu og telur ekki forsendur til samstarfs við forsvarsmenn þess. Mína skoðun á því máli má sjá hér til hliðar á heimasíðunni undir: formaður.