Félagsmaður og velunnari félagsins Guðmundur Kr. Kristjánsson færði félaginu málverk eftir sig af togaranum Jóni Þorlákssyni RE-204 og flugvél Landhelgisgæslunnar TF RÁN. Sigurður Á. Kristjánsson bróðir Guðmundar var um tíma skipstjóri á Jóni Þorlákssyni. Skipið var smíðað í Englandi 1949 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. Skipið var selt 10.jan 1974 Sjótaki h/f í Rvk og hét eftir það Bylgja RE-145. Skipið sökk með loðnufarm suðaustur af Hjörleifshöfða 14.feb. 1974, 1 maður fórst, en 11 mönnum var bjargað um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE. Við þökkum Guðmundi kærlega fyrir gjöfina.