Slysavarnarskóli sjómanna – námskeið um borð í eigin skipi

Slysavarnaskóli sjómanna vill vekja athygli á því að áhafnir geta tekið endurmenntun grunnnámskeiðs um borð í eigin skipi.

Endurmenntun er krafa á fimm ára fresti og hægt er að skipta henni á milli þannig að eitt skipti er haldið um borð í skipi og næsta skipti í skólanum. Með þessu fá áhafnir annars vegar að nýta sér sérhæfðan búnað skólans og hins vegar verklega þjálfun sem miðast beint við aðstöðu, búnað og verklag eigin skips.

Fyrirkomulagið er þannig:

Skipverjar ljúka fyrst fjarnámshluta námskeiðsins.
Á verklegum degi um borð í skipinu vinnur áhöfnin eftirfarandi verkefni:

  • Áhættumat skipsins unnið eða endurskoðað.
    • Neyðaráætlun yfirfarin, hlutverk, búnaður og verklag rýnt.
    • Nýliðafræðsla, gátlisti unninn eða endurskoðaður.

Kennari frá Slysavarnaskóla sjómanna fer yfir verkefnin með áhöfninni. Að því loknu fer fram fræðsla og þjálfun í notkun skipsbúnaðar, meðal annars:

  • Skyndihjálp, endurlífgun og sárameðferð æfð, sjúkrabúnaður, lyf og lækningatæki skipsins skoðuð og rædd.
    • Viðbrögð áhafnar æfð við eldur um borð, maður fyrir borð og skipið yfirgefið.

Námskeiðið miðast við að lágmarki 10 þátttakendum.
Dæmi eru um að fámennar áhafnir hafi komið sér saman um að halda námskeið, þá á sambærilegum skipum. Í slíkum tilvikum vinnur hver áhöfn verkefni í sínu eigin skipi, en æfingar á viðbrögðum við neyðaraðstæðum fara að lágmarki fram um borð í einu skipi.

Þetta fyrirkomulag hefur verið reynt með góðum árangri og reynst bæði raunhæft og vel tekið af áhöfnum og skipstjórum.

Ef áhugi er á að skoða hvort þetta henti ykkar áhöfn er velkomið að hafa samband með því að senda póst á saebjorg@landsbjorg.is eða hringja í síma 5624884.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur