Fundur um djúpkarfa

Síðastliðinn föstudag var fundur um djúpkarfa á skrifstofu félagsins, fundurinn var einnig fjarfundur. Á fundinn komu frá Hafrannsóknastofnun fiskifræðingurinn Kristján Kristinsson sem hefur að sérsviði karfa, og tölfræðingurinn Bjarki Þór Elvarsson. Á fundinn mættu nokkrir skipstjórar sem hafa áralanga reynslu af veiðum á meðal annars grálúðu, gulllaxi og djúpkarfa. Það hefur lengi verið skoðun okkar að það skorti á samtal, samvinnu og samráð við skipstjóra um ástand fiskistofna og lífríki hafsins.

Ástæða fundarins var grein eftir Kristján Kristinsson sem birtist fyrst í Fiskifréttum nýlega og var svo endurbirt á heimasíðu Hafró. Þar lýsir Kristján skoðunum sínum á ástandi djúpkarfastofnsins út frá þeim gögnum sem Hafró hefur, auk þess sem hann gagnrýnir að kvóti hafi verið gefinn út í djúpkarfa. Það var ýmislegt í grein Kristjáns sem við vorum ósammála um og vildum ræða beint við hann. Einnig vildum við ræða stöðu djúpkarfastofnsins, hver sjónarmið okkar reyndustu skipstjóra væru.
Til upprifjunar þá gaf Hafró út núll kvóta í djúpkarfa tvö fiskveiðiár í röð 2023/2024 og 2024/2025, þessu mótmæltum við hjá félaginu með þeim rökum að ástand djúpkarfastofnsins gæfi ekki tilefni til þess að gefa út núllkvóta á tegundina, auk þess að útilokað væri að stunda veiðar á grálúðu og gulllaxi ef enginn kvóti væri í djúpkarfa, þar sem hann veiðist sem meðafli við þær veiðar. Það var svo í lok nóvember 2024 sem Bjarni Benediktsson gaf út 3.800 tonna kvóta í djúpkarfa sem tryggði að hægt er að stunda veiðar á grálúðu og gulllaxi. Ef Bjarni hefði ekki gefið út þennan kvóta, hefði megnið af djúpkarfanum sem óhjákvæmilega veiðist sem meðafli, verið seldur sem VS-afli, og þar með hefðu sjómenn ekki fengið nema 20% laun úr þeim afla.
Við áttum mjög hreinskiptar og ganglegar umræður um málið á tveggja tíma fundi, þar sem þeir fóru yfir ástand stofnsins út frá þeirra gögnum, við fórum yfir okkar sjónarmið sem byggja í áralangri reynslu manna sem eru á veiðislóðinni allt árið um kring. Rétt er að geta þess að það er alls ekki samhljómur um að djúpkarfastofninn sé í þeirri hættu sem Hafró telur, við teljum að það þurfi að efla rannsóknir á stofninum, að ungviðið sem Hafró finnur ekki í sínum gögnum sé mögulega annarsstaðar, það þurfi miklu meiri rannsóknir til þess að loka algjörlega á veiðar. Þetta var gagnlegur fundur sem lauk á þeim nótum að nauðsynlegt sé að atvinnuvegaráðuneytið, Hafró og hagsmunaaðilar finni leið til þess að gefinn verði út kvóti í djúpkarfa, þannig að hægt verði að stunda veiðar á grálúðu og gulllaxi án beinnar sóknar í djúpkarfa. Atvinnuvegaráðherra hefur þegar gefið út að ekki verði hróflað við úthlutun á djúpkarfa á þessu fiskveiðiári og að hún muni eiga samráð við hagsmunaaðila varðandi næsta fiskveiðiár. Ég mun fylgja málinu eftir við ráðherra.
Árni Sverrisson formaður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur