Hefur þú áhuga á því að verða dómkvaddur matsmaður?

Það vantar sérstaklega dómkvadda matsmenn sem eru á sviði skipstjórnar en þetta námskeið hjálpar sérfræðingum að eiga við lögfræðina og formið sem er í kringum dómkvadda matsmenn. Þá fá þeir sem sækja námskeiðið boð um að vera á sérstökum lista yfir matsmenn sem uppfærður er einu sinni á ári og er sendur til lögmanna og dómsstólanna:

Námskeið fyrir matsmenn – 1. og 2. október 2024 

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda, uppsetningu matsgerða og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður haldið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem héraðsdómari mun upplýsa nánar um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana og svara spurningum.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa verið matsmenn eða vilja gefa kost á sér sem matsmenn fyrir dómi á sínu sérsviði, s.s. iðnaðarmönnum, tæknifræðingum, verkfræðingum, læknum, lögfræðingum,  sálfræðingum, viðskiptafræðingum og endurskoðendum.

Með námskeiðinu fylgja ítarlegar leiðbeiningar fyrir dómkvadda matsmenn sem jafnframt hafa að geyma áhugaverða dóma sem snúa að störfum matsmanna.

Kennari              Viðar Lúðvíksson lögmaður hjá Landslögum.

Staður                 Fundarsalur í Safnaðarheimil Neskirkju við Hagatorg, 107 Reykjavík. Einnig er hægt að vera í fjarfundi.

Tími                       Alls 6 klst. Þriðjudagur 1. okt. kl. 13.00-16.00 og miðvikudagur 2. okt. kl. 13.00-15.30. Tímasetning heimsóknar í Héraðsdóm Reykjavíkur verður auglýst síðar.

Verð                   kr. 55.000,-

Skráning hér

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur