Golfkapteinn ársins!
Golfmót Félags skipstjórnarmanna 2024 fer fram mánudaginn 19. ágúst. Mótið verður á Urriðavelli, Golfklúbbnum Oddi og hefst kl. 08:00
Hægt er að skrá sig hér
ATH. Þetta er lokað mót fyrir félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna, félagsmanni er heimilt að taka með sér einn gest.
Félagsmenn skrá sig í A flokk Gestir í B (gestaflokk)
Leiknar verða 18 holur. Keppt verður um titilinn Golfkapteinn ársins. keppt er í punktakeppni með hámarks leikforgjöf 28.
Nándaverðlaun á par 3 holum. Þátttökugjald er kr. 4.000.- pr. mann. Verðlaun eru veitt þremur efstu í flokki skipstjórnarmanna og með sama hætti þremur efstu í hópi gesta. Bikarinn ¨Golfkapteinn ársins¨ er farandgripur þar sem nafn sigurvegara er greipt á gripinn. Sigurvegarinn heldur gripnum þar til keppt verður um hann á ný að ári liðnu. Aðeins skipstjórnarlærðir menn eiga möguleika á að vinna bikarinn. Vinni sami aðilinn bikarinn þrisvar sinnum þá hlýtur sá snillingur bikarinn til eignar. Léttar veitingar í mótslok.