Björn Berg Gunnarsson Fyrirlesari og ráðgjafi verður með Námskeið (fræðslu) um lífeyrismál og starfslok fyrir félagsmenn og maka föstudaginn 27. október frá kl. 13.00 – 16.00 á Grand hótel – Hvammi.
Fundurinn er einnig fjarfundur, félagsmenn munu fá sendan hlekk á fundinn daginn fyrir fund.
Áherslan verður á skipstjórnarmenn (sjómenn) og maka þeirra, farið verður vandlega í tilgreinda séreign. Björn Berg tekur við spurningum og svarar jafnóðum meðan á fundi stendur.
Meðal þeirra málefna sem farið verður yfir er:
- Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?
- Hvernig göngum við á séreignarsparnað og hvað þarf sérstaklega að hafa í huga varðandi tilgreinda séreign?
- Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?
- Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?
- Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?
- Hvaða skatta kem ég til með að greiða og hvaða áhrif hafa þeir á lífeyristöku?
Stjórnin