Þrír kjarasamningar skipstjórnarmanna voru undirritaðir þann 18. apríl síðastliðinn, þeir fóru í framhaldinu í atkvæðagreiðslu sem lauk í síðustu viku. Samningarnir voru allir samþykktir.
Hjá Landhelgisgæslunni voru 29 á kjörskrá, 22 svör bárust eða 75,86% kjörsókn. Já sögðu 19 eða 86,36%, nei sögðu 3 eða 13,64%. Samningurinn gildir til 31. mars 2024.
Hjá Hafrannsóknastofnun voru 8 á kjörskrá, 6 svör bárust eða 75% kjörsókn. Já sögðu allir 6. Samningurinn gildir til 31. mars 2024.
Hjá ferðaþjónustufyrirtækjunum voru 14 á kjörskrá, 10 svör bárust eða 71,43% kjörsókn. Já sögðu 9 eða 90%, nei sagði 1 eða 10%. Samningurinn gildir til 31. janúar 2024.
Samningarnir eru á sömu nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu, þar sem stefnt er að viðræðum strax og í haust þar sem freista á þess að semja til langs tíma og samningur taki við af samningi.
Samninganefndir verða kallaðar til undirbúnings næstu samninga fljótlega.
Sjá má kjarasamningana á www.skipstjorn.is “Mínum síðum”